Gallaðir flugeldar valda stórum hluta flugeldaslysa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. desember 2022 13:01 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir með öðrum hætti en flugeldakaupum. Vísir Árlega leita ríflega tuttugu manns á bráðamóttöku höfuðborgarsvæðisins vegna flugeldanotkunar. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum voru vísbendingar um galla í flugeldum. Yfirlæknir bráðamóttöku hvetur fólk til að styrkja björgunarsveitir á annan máta en kaupa flugelda. Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti. Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Alls leituðu tvö hundruð fjörutíu og átta manns á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa á árunum 2010 til 2022. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem Björn V. Ólafsson læknanemi og Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku gerðu og birtist í síðasta Læknablaði. „Á hverju ári kemur að meðaltali um tuttugu og einn á bráðamóttöku Landspítalans vegna flugeldaslysa en af heildarfjöldanum eru sex sem slasast á augum. Þá má búast við að um einn hljóti varanlegt heilsutjón,“ segir Hjalti. Hjalti segir að í hópnum séu ávallt eitt barn á leikskólaaldri. „Langalgengast er að leikskólabörnin slasist því þeim er rétt stjörnuljós. Við þurfum að passa en betur upp á börnin okkar hvað þetta varðar,“ segir hann. Kvenþjóðin skynsamari Karlar eru í meirihluta þeirra sem slasast af völdum flugelda eða um 73%. Hjalti hvetur karla til að gæta betur að sér. „Það virðist vera að kvenþjóðin sé skynsamari í þessu og fari varlegar. Þannig að við þurfum sérstaklega að hvetja til varúðar hvað varðar flugeldanotkun karlmanna,“ segir hann. Í fjórum af hverjum tíu tilvikum virtust slysin verða vegna galla í flugeldum. „Þannig að það er eitthvað sem þarf að athuga með gæði þessarar vöru einnig,“ segir Hjalti. Slysin líka vegna mikillar áfengisnotkunar Hjalti vill draga úr almennri notkun flugelda um áramót en týnir einnig fleira til. „Ég aðhyllist það að við drögum úr flugeldanotkun og förum varlega. Bæði er þessi slysatíðni áhyggjuefni en það er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að þessari flugeldanotkun fylgir gríðarleg losun af skaðlegum efnum sem eru slæm fyrir heilsuna alla og náttúruna alla. Þannig að ég vil hvetja landsmenn til að styrkja sínar björgunarsveitir með öðrum hætti í ár en að kaupa flugelda. Ég vil þó benda á að hluti af því að fólk endar á bráðamóttöku um áramót eins og önnur skemmtanakvöld er hreinlega áfengisneysla og slys og ofbeldi sem henni geta fylgt,“ segir Hjalti.
Flugeldar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37 Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54 Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Þrettán hlutu varanlegt heilsutjón vegna flugeldaslysa á rúmum áratug Tuttugu og einn einstaklingur þarf að meðaltali að leita á bráðamóttöku á hverju ári vegna flugeldaslysa og er þar af að meðaltali eitt barn á leikskólaaldri. Rannsakendur segja vert að íhuga að setja frekari skorður við innflutningi, sölu og notkun flugelda auk þess sem efla þurfi forvarnarstarf en slys vegna flugeldanotkunar séu umtalsvert vandamál hér á landi. 8. desember 2022 14:37
Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum. 28. desember 2022 12:54