Ótrúlegar senur á HM: Carlsen mætti á hlaupum, átti þrjátíu sekúndur eftir en vann samt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. desember 2022 15:21 Carlsen á sprettinum á leið í fyrstu skákina. Chess of India Norðmaðurinn Magnus Carlsen hóf heimsmeistaramótið í hraðskák með óvenjulegum hætti í dag. Hann mætti í fyrstu skák sína þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af klukkunni hans, var með svart en landaði samt sigri. Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun. Skák Kasakstan Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira
Carlsen er staddur í Almaty í Kasakstan þar sem heimsmeistaramótið í at- og hraðskák fer fram. Keppni í atskák hófst á jóladag og tryggði Carlsen sér sigur í gær. Í dag hófst svo keppni í hraðskák þar sem Carlsen er sem fyrr líklegur til sigurs. Allt benti þó til þess að uppskeran yrði rýr í fyrstu skákinni gegn stórmeistaranum Valdislav Kovaljov frá Hvíta-Rússlandi. Skipuleggjendur sýndu Carlsen nokkurn skilning og hófst keppni ekki á slaginu þrjú eins og til stóð. Eftir nokkra bið ákvað dómari að setja skák Carlsen og Kovaljov í gang þótt Carlsen væri ekki mættur. Kovaljov var með hvítt, lék peði fram og smellti á klukkuna. Í hraðskákinni byrjar hvor keppandi með þrjár mínútur á klukkunni. Tíminn byrjaði því að hlaupa frá Carlsen sem eftir tvær mínútur kom á harðahlaupum inn í keppnissalinn klæddur í íþróttaföt; joggingbuxur og hettupeysu. Þrjátíu sekúndur voru eftir á klukkunni þegar Carlsen tók í höndina á andstæðing sínum og lék sinn fyrsta leik. Carlsen með landa sínum Benjamin Haldorsen í brekkunum í morgun.@magnus_carlsen Nokkrum mínútur síðar hafði Carlsen landað sigri og gat andað léttar. Ástæðan fyrir töfinni var sú að Carlsen hafði farið í skipulagða skíðaferð en Almaty er þekkt fyrir fallegar skíðabrekkur sínar. Töf varð á heimferð sem olli því að Carlsen skilaði sér seint á keppnisstað. Sagði hann töluverðar tafir hafa orðið í umferð. „Þetta er auðvitað mitt klúður, við festumst í umferð. Það tók endalausan tíma og var frekar pirrandi en reddaðist á endanum,“ sagði Carlsen við norska ríkisútvarpið. Carlsen braut reglur skipuleggjenda með klæðaburði sínum en skipti um föt fyrir næstu skák. Hann vann fyrstu fimm skákir sínar en virtist þreytast þegar á leið. Síðustu fimm skákunum lauk öllum með jafntefli. Hann lauk keppnisdeginum með níu vinninga og verður hálfum vinningi hið minnsta á eftir efsta manni í lok fyrri keppnisdags af tveimur. Keppendur tefla níu skákir á morgun.
Skák Kasakstan Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Sjá meira