Þrátt fyrir að ekki megi lesa of mikið í æfingaleiki í aðdraganda stórmóta geta þeir þó gefið einhverja mynd af því sem koma skal.
Suður-kóreska liðið hefur oft reynst Íslendingum erfitt, en Kóreumen voru þó þremur mörkum undir þegar flautað var til hálfleiks í leik kvöldsins gegn Pólverjum.
Meira jafnræði var með liðunum í síðari hálfleik, en Pólverjar unnu að lokum fjögurra marka sigur, 31-27.
Kóreumenn eiga eftir að leika einn leik enn áður en heimsmeistaramótið verður flautað á, en liðið mætir Túnis á morgun klukkan 14:30.