Samfylkingin orðin stærsti flokkur landsins samkvæmt könnun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. desember 2022 19:36 Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Samfylkingin er stærsti flokkur landsins, með örlítið forskot á Sjálfstæðisflokkinn, samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Stjórnmálafræðingur segir þetta mikil tíðindi - og allt Kristrúnu Frostadóttur að þakka. Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili? Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira
Könnun Maskínu var lögð fyrir dagana 16. til 28. desember og 1703 svarendur tóku afstöðu. Sjálfstæðisflokkur mælist með 20 prósenta fylgi í könnuninni og Framsókn með 12,2 prósent. Báðir dala flokkarnir talsvert frá kosningunum í fyrrahaust. Samanlagt fylgi ríkisstjórnarinnar er 40 prósent og hefur ekki verið lægra í Maskínukönnun á kjörtímabilinu. Þá hefur Samfylkingin rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá kosningum; mælist með mest fylgi allra flokka, 20,1 prósent. „Það hefur auðvitað gerst áður að Samfylking hefur mælst stærri en Sjálfstæðisflokkur en það eru töluverð tíðindi þegar nokkur flokkur annar en Sjálfstæðisflokkur mælist með mest fylgi. Þannig að það er auðvitað augljóst að Samfylkingin er algjör hástökkvari í þessari könnun og það skrifast auðvitað allt á Kristrúnu Frostadóttur og hennar formennsku í flokknum,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. „Síðan eru auðvitað önnur tíðindi fólgin í því að það eru níu flokkar að mælast inn á Alþingi. Þannig að fylgið er auðvitað að dreifast miklu víðar.“ Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á á lista við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best á yfirstandandi kjörtímabili? Maskína spurði einnig um frammistöðu ráðherra. Þar þykir Ásmundur Einar Daðason menntamálaráðherra áfram standa sig best - titill sem forsætisráðherra, sem er í öðru sæti, átti áður alfarið. „Menn áttu von á því þegar stofnað var til þessa samstarfs á sínum tíma að fylgi Vinstri grænna myndi rjátlast af flokknum. En það er í raun að gerast mun seinna en maður svona hefði getað haldið,“ segir Eiríkur. Þá er það fjármálaráðherra sem þykir samkvæmt könnuninni standa sig afgerandi verst; dómsmálaráðherra næstverst og menningar- og viðskiptaráðherra þar á eftir. Ráðherrarnir sem röðuðu sér efst á listann við spurningunni: Hvaða ráðherra finnst þér hafa staðið sig best/verst á yfirstandandi kjörtímabili?
Alþingi Samfylkingin Skoðanakannanir Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sjá meira