Nottingham Forest kom til baka gegn Chelsea og nældi í stig Smári Jökull Jónsson skrifar 1. janúar 2023 18:28 Serge Aurier sést hér skora jöfnunarmark Nottingham Forest. Vísir/Getty Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Chelsea komst yfir í fyrri hálfleiknum en Forest jafnaði verðskuldað í þeim síðari. Chelsea var í 8.-9.sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag, jafnt Brighton að stigum. Liðið fór illa af stað á tímabilinu en vann góðan 2-0 sigur á Bournemouth í fyrsta leik liðsins heftir HM pásuna. Nottingham Forest var hins vegar í fallsæti, með jafn mörg stig og Wolves í næst neðsta sæti deildarinnar. Það voru gestirnir í Chelsea sem byrjuðu betur í dag. Raheem Sterling kom liðinu yfir á 16.mínútu þegar hann skoraði af markteig eftir að boltinn fór í þverslána á marki Forest. Staðan í hálfleik var 1-0 en Nottingham Forest kom af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Morgan Gibbs-White komst afar nálægt því að jafna þegar hann skaut í þverslána og niður á marki Chelsea en Serge Aurier tókst hins vegar að skora á 63.mínútu þegar hann klippti boltann inn af markteigshorninu í gegnum klofið á Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea. Bæði lið voru ógnandi það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora. Byrjunin á tímabilinu er sú versta hjá Chelsea síðan tímabilið 2015-16 en þá endaði liðið í 10.sæti deildarinnar. 25 - Chelsea have just 25 points in their 16 Premier League matches this season (W7 D4 L5), their fewest at this stage since the 2015-16 campaign, when they finished 10th. Listless. pic.twitter.com/5hou2hzgFl— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2023 Enski boltinn Fótbolti
Nottingham Forest og Chelsea gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Chelsea komst yfir í fyrri hálfleiknum en Forest jafnaði verðskuldað í þeim síðari. Chelsea var í 8.-9.sæti deildarinnar fyrir leikinn í dag, jafnt Brighton að stigum. Liðið fór illa af stað á tímabilinu en vann góðan 2-0 sigur á Bournemouth í fyrsta leik liðsins heftir HM pásuna. Nottingham Forest var hins vegar í fallsæti, með jafn mörg stig og Wolves í næst neðsta sæti deildarinnar. Það voru gestirnir í Chelsea sem byrjuðu betur í dag. Raheem Sterling kom liðinu yfir á 16.mínútu þegar hann skoraði af markteig eftir að boltinn fór í þverslána á marki Forest. Staðan í hálfleik var 1-0 en Nottingham Forest kom af miklum krafti út í síðari hálfleikinn. Morgan Gibbs-White komst afar nálægt því að jafna þegar hann skaut í þverslána og niður á marki Chelsea en Serge Aurier tókst hins vegar að skora á 63.mínútu þegar hann klippti boltann inn af markteigshorninu í gegnum klofið á Kepa Arrizabalaga í marki Chelsea. Bæði lið voru ógnandi það sem eftir lifði leiks en tókst ekki að skora. Byrjunin á tímabilinu er sú versta hjá Chelsea síðan tímabilið 2015-16 en þá endaði liðið í 10.sæti deildarinnar. 25 - Chelsea have just 25 points in their 16 Premier League matches this season (W7 D4 L5), their fewest at this stage since the 2015-16 campaign, when they finished 10th. Listless. pic.twitter.com/5hou2hzgFl— OptaJoe (@OptaJoe) January 1, 2023