Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2023 11:19 Jón Þórisson, forstjóri Torgs sem gefur út Fréttablaðið, segir að með því að hætta að bera blaðið á heimili fólks sparist einn milljarður króna. vísir/sigurjón Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“ Fjölmiðlar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira
Jón Þórisson, forstjóri Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, segir þrátt fyrir þetta að engin ástæða sé til að ætla annað en að lesturinn geti orðið að minnsta kosti sambærilegur og verið hefur þrátt fyrir það að ákveðið hafi verið að hverfa frá því að dreifa blöðum á heimili landsmanna. Nú verður gripið til þess að hafa blaðið aðgengilegt í þar til gerðum stöndum á 120 fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, á Suðurnesjum, Árborgarsvæðinu, Akranesi, Borgarnesi og á Akureyri auk þess sem það verður gefið út í rafrænu formi eins og verið hefur. Dreifingin verið í lamasessi um langt skeið Þetta eru óneitanlega tíðindi af íslenskum fjölmiðlamarkaði en upphaflega viðskiptahugmyndin með Fréttablaðinu var að ná forskoti með því að dreifa blaðinu á hvert heimili, sem tókst. Fréttablaðið náði að leggja Morgunblaðið sem víðlesnasti fjölmiðill landsins uppúr aldamótum. Hins vegar hafa prentmiðlar verið að gefa eftir á heimsvísu, þetta dreifingarfyrirkomulag er óhemju dýrt og fréttalestur verið að færast inn á netið í auknari mæli. Vísir greindi frá því september að mjög væri kvartað undan því að Fréttablaðið bærist ekki í hús og ein ástæðan gæti verið sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslagáma. Hefur þetta verið reglulega til umræðu í hinum ýmsu hverfahópum á Facebook en þar birtist meðal annars myndskeið af tveimur blaðberum sem voru snemma á ferð, á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins beint í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Spara sér milljarð með þessu móti „Ástæða þessarar breytingar er margþætt,“ segir Jón í samtali við eigið blað: „Í fyrsta lagi höfum við hjá Torgi haft vaxandi áhyggjur af því að dreifing blaðsins væri ekki í samræmi við þau markmið sem við höfum gengið út frá og að dreifingarferlinu fylgdi óþarfa sóun. Ný mynd tekin við ruslagáma. Þessi blöð náðu ekki til lesenda sinna.vísir/sigurjón Það er í takti við vaxandi umhverfisvitund að lágmarka kolefnisspor í okkar starfsemi. Við bætist svo að dreifing blaðs til tugþúsunda heimila er óhemju kostnaðarsöm og reikna má með að kostnaður á nýbyrjuðu ári hefði orðið yfir einn milljarður króna.“
Fjölmiðlar Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Sjá meira