Minnihlutinn „bara að þyrla upp ryki“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2023 12:00 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann bara vera að þyrla upp ryki. Vísir Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar í tvígang. Oddviti Framsóknar í borginni segir minnihlutann aðeins vera að þyrla upp ryki. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu. Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óskuðu eftir því 20. desember síðastliðinn að samningur borgarinnar við Sýn hf. um rekstur ljósleiðara yrði ræddur á fundi borgarstjórnar en beiðninni var hafnað af forsætisnefnd. „Í kjölfarið sendi ég inn kvörtun sveitarstjórnarráðuneytisins því ég tel að það sé skýlaus réttur borgarfulltrúa að setja mál á dagskrá borgarstjórnar,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Koma í veg fyrir eftirlit með rekstri fyrirtækja borgarinnar Ljósleiðarinn er í eigu Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur, sem borgin á 93 prósenta hlut í. „Okkur ber að hafa eftirlit með fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og verðum að geta rætt þau mál innan borgarstjórnar og mál fyritækja hafa oft verið rædd á þeim vettvangi,“ segir Marta. Hún óskaði aftur eftir að málið yrði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar, sem fer fram á morgun, en var hafnað af meirihluta í forsætisnefnd á fundi hennar síðastliðinn föstudag. Í kjölfarið lagði hún fram bókun þar sem hún sakaði meirihlutann um einræðistilburði. „Með höfnuninni er verið að koma í veg fyrir að við getum gegnt ríkustu skyldu borgarfulltrúa sem er samkvæmt lögum eftirlitshlutverkið. Okkur ber að hafa eftirlit með rekstri á fyrirtækjum borgarinnar,“ segir Marta. Leyndarhyggjan mikil Fulltrúar meirihlutans í nefndinni töldu að tímasetning umræðunnar þyrfti að vera hentug og nefndu í bókun að stundum yrði ekki hjá því komist að fresta ummræðu eða jafnvel taka ákvörðun um að slík umræða færi fram fyrir luktum dyrum. „Við höfum verið að óska eftir ýmsum gögnum varðandi þetta mál, þeir borgarfulltrúar sem hafa komið að þessu máli - annað hvort setið í stjórn orkuveitunnar eða í svokölluðum rýnihóp Ljósleiðarans, þar sem ég sit - sem við höfum ekki fengið aðgang að. Þess vegna lít ég svo á að hér sé um mikla leyndarhyggju að ræða ef borgarfulltrúum er ekki treyst til að sjá gögn sem varða þetta veigamikla og stóra mál sem varðar alla skattgreiðendur í Reykjavík,“ segir Marta. „Þetta er auðvitað alveg fordæmalaust í sögu Reykjavíkurborgar að hafna því að taka mál á dagskrá enda fer það gegn sveitarstjórnarlögum og samþykktum um stjórn Reykjavíkurborgar.“ Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í meirihluta og varafulltrúi í forsætisnefnd, gat ekki orðið við beiðni fréttastofu um viðtal fyrir hádegisfréttir og vísaði í fyrrnefnda bókun meirihlutans. Þá svaraði hann því spurður um við hvaða tilefni þyrfti að ræða mál fyrir luktum dyrum að minnihlutinn væri bara að þyrla upp ryki. „Mér finnst þetta afskaplega dapurlegt svar því við erum fyrst og síðast að sinna eftirlitsskyldu okkar og erum að gæta hagsmuna borgarbúa og skattgreiðenda í Reykjavík,“ segir Marta. Fréttin var leiðrétt klukkan 12:40. Áður sagði að Einar hafi hafnað viðtali en hann gat ekki veitt það fyrir hádegi vegna fundarsetu.
Borgarstjórn Reykjavík Fjarskipti Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56 Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32 Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Sjá meira
Marta sakar fulltrúa meirihlutans um einræðistilburði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sakar fulltrúa meirihlutans í borgarstjórn um einræðistilburði eftir að þeir höfnuðu að setja málefni Ljósleiðarans á dagskrá fundar borgarstjórnar sem fram fer á morgun. Segir Marta að leyndarhyggja Viðreisnar, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata hafi með þessu náð nýjum hæðum og að ákvörðunin komi í veg fyrir að borgarfulltrúar utan meirihlutans geti sinnt sínu lögboðna starfi. 2. janúar 2023 07:56
Gengið frá kaupum Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar Sýn hf. og Ljósleiðarinn ehf. undirrituðu í dag kaupsamning um kaup Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar og langtíma þjónustusamning milli félaganna. 20. desember 2022 17:32
Tekist á um hvort ræða ætti málefni Ljósleiðarans eða ekki Tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fram færi sérstök utandagskrárumræða um málefni Ljósleiðarans á borgarstjórnarfundi í dag var hafnað. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að um umræðubann sé að ræða. Starfandi borgarstjóri sakaði fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að reyna að sjá spillingu í hverju horni. 20. desember 2022 15:10