„Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. janúar 2023 19:15 Sóttvarnalæknir segir óljóst hvert ástandið sé í Kína þegar kemur að faraldrinum. Stöð 2/Arnar Halldórsson Sóttvarnalæknir segir skimanir á landamærum og raðgreiningu vera til skoðunar vegna tilslakana í Kína. Hún segir heilbrigðiskerfin í Evrópu nú undir miklu álagi og ekki mega við miklu meira. Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira
Frá og með næsta sunnudegi þurfa Kínverjar ekki lengur að fara í sóttkví við heimkomuna eftir ferðalög til annarra landa. Margir þar í landi fanga þessu enda hafa þeir búið í um þrjú ár við mjög harðar sóttvarnaraðgerðir. Búist er við að margir muni nýta sér þetta og ferðast. Sóttvarnalæknir fundað í dag með starfssystkinum sínum í Evrópu þar sem farið var yfir stöðuna. „Hvort það þurfi eða sé ástæða til að grípa til einhverra aðgerða vegna væntanlegra ferðalaga frá Kína og þetta er sem sagt umræða þá í Evrópusambandinu og löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Það er það sem helst er verið að skoða eru auknar skimanir og raðgreining til þess að vera í stakk búin til að greina nýtt afbrigði ef það kemur upp,“ segir Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir. Hún segir óljóst þegar kemur að faraldrinum hvert ástandið sé nákvæmlega í Kína. „Það eru minni upplýsingar sem að koma þaðan um fjölda smita, um innlagnir, veikindi að þá eru áhyggjur af því að ástandið þar sé ekki gott og að þetta gæti hugsanlega haft áhrif inn í Evrópu. En það er ekki alveg ljóst endilega og þá eru sumir sem hafa áhyggjur af nýjum afbrigðum líka sem gætu komið frá Kína þó auðvitað gætu þau líka komið annars staðar frá.“ Þá séu einnig áhyggjur af því að auknum ferðalögum Kínverja fylgi meiri veikindi þeirra sjálfra ef þeir eru ekki vel bólusettir. Endanleg ákvörðun um hvort gripið verði til aðgerða liggur væntanlega fyrir fyrir helgina. „Heilbrigðiskerfin núna í Evrópu á mörgum stöðum, þar með talið hjá okkur, eru undir miklu álagi út af öndunarfærasýkingum þannig að þetta er ekki góður tími til þess að auka á það. Það má ekkert við miklu þegar kerfið er þanið.“ Stjórnvöld í Kína mótmæltu í dag takmörkunum á landamærum sem kínverskir ferðamenn munu víða mæta. Lönd á borð við Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland hyggjast annað hvort prófa fólk við komu til landsins eða fara fram á neikvætt covid-vottorð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Heilbrigðismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands Sjá meira