Kínverjar hóta gagnaðgerðum vegna skimunar ferðamanna á Vesturlöndum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. janúar 2023 06:52 Mjög svo takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um stöðu faraldursins í Kína. AP/Andy Wong Stjórnvöld í Pekíng hafa gagnrýnt fyrirætlanir annarra ríkja um að skima ferðamenn frá Kína og hóta gagnaðgerðum. Kórónuveirubylgja gengur nú yfir Kína, eftir að stjórnvöld þar í landi afléttu sóttvarnaaðgerðum. Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Bandaríkin, Bretland, Indland, Japan og nokkur Evrópulönd eru meðal þeirra ríkja sem hafa ákveðið að grípa til aðgerða á landamærum sínum, ekki síst vegna skorts á gögnum frá Kína um smitfjölda, dauðsföll og þau afbrigði sem þar eru í dreifingu. Nokkrar áhyggjur eru uppi af því að ný afbrigði gætu borist þaðan, sem óvíst er hvernig svara bóluefnum. Mao Ning, talsmaður utanríkisráðuneytis Kína, sagði á blaðamannafundi að landamæraaðgerðir ríkjanna væru ekki byggðar á vísindalegum grunni og að sum ríki hefðu gengið óásættanlega langt í viðbrögðum sínum. Sakaði hún ríki um að misnota Covid í pólitískum tilgangi og að Kínverjar myndu grípa til viðeigandi gagnaðgerða. Ned Price, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði aðgerðirnar hins vegar þvert á móti algjörlega í takt við vísindin og þær miðuðu að því að stand vörð um lýðheilsu á sama tíma og kórónuveiran væri í sókn í Kína og skortur væri á gögnum þaðan um stöðu faraldursins og þau afbrigði sem væru að greinast. Price ítrekaði að Bandaríkjamenn væru reiðubúnir til þess að deila bóluefnabirgðum sínum með Kínverjum, sem hafa hingað til viljað halda sig við eigið bóluefni sem sérfræðingar segja ekki jafn gott og þau sem hafa verið þróuð á Vesturlöndum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira