„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. janúar 2023 12:01 Hákon Daði Styrmisson hefur náð sér að fullu eftir krossbandsslit. stöð 2 sport Hákon Daði Styrmisson hlakkar til að fara á sitt fyrsta stórmót. Hann segir að biðin eftir því hvort hann yrði valinn í landsliðshópinn hafi verið nokkuð stressandi. „Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
„Ég beið bara og svo þegar símtalið kom var þungu fargi af mér létt,“ sagði Hákon í samtali við Vísi eftir landsliðsæfingu í Safamýrinni. Hann segist hafa verið bjartsýnn á að verða valinn í hópinn sem fer á HM sem hefst í næstu viku. „Ég er alltaf vongóður. Maður beið bara og vonaði það besta,“ sagði Eyjamaðurinn. Hákon missti af EM í byrjun síðasta árs eftir að hann sleit krossband í hné. En hann er kominn á ferðina á ný og hefur spilað vel með Gummersbach að undanförnu. Hákon Daði og félagar í íslenska landsliðinu hefja leik á HM 12. janúar.vísir/hulda margrét „Standið er þrusuflott og betra í síðasta landsliðsverkefni. En þetta er enn vinna og maður vinnur eins og maður sé ennþá meiddur. Maður er að fyrirbyggja og halda sér sterkum og ferskum,“ sagði Hákon. En á hann enn eitthvað í land að ná fullum styrk? „Jú, finnst manni það ekki alltaf. Þetta er endalaus vinna að halda sér við og er skemmtilegt,“ svaraði hornamaðurinn. Hann er ánægður hvernig hefur gengið hjá Gummersbach í vetur en nýliðarnir eru um miðja þýsku úrvalsdeildina. „Við erum búnir að vinna nokkra flotta leiki en líka tapa nokkrum leikjum sem við hefðum kannski átt að fá stig út úr. Við erum í 9. sæti og ég held að það sé ekki annað hægt en að vera ánægður með það.“ Klippa: Viðtal við Hákon Daða Hákon segir viðbrigðin að spila í þýsku úrvalsdeildin eftir að hafa spilað í næstefstu deild þar í landi nokkuð mikil. „Það er það. Menn eru líkamlega sterkari, hraðari og svo eru markverðirnir betri. Þetta er bara skemmtileg áskorun og eintóm gleði. Ég er með tveimur Íslendingum, Elliða [Snæ Viðarssyni] og svo er Guðjón Valur [Sigurðsson] að þjálfa þannig að það er draumur í dós,“ sagði Hákon. Hann fer með bjartsýnina að vopni inn í sitt fyrsta stórmót á ferlinum. „Við förum í hvaða leik sem er til að vinna. Það er viðhorfið mitt. Við eigum möguleika á að vinna hvaða lið sem er,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01 Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Sjá meira
„Það er sjálfsagt að vera með væntingar en menn þurfa að anda með nefinu“ Þótt íslenska þjóðin sé á yfirsnúningi vegna HM í handbolta sem hefst næstu viku fær fátt haggað Guðmundi Guðmundssyni enda farið á nokkur stórmótin á löngum ferli. Hann segir að tilhlökkunin sé samt alltaf til staðar. 4. janúar 2023 09:01
Spenntur að fara loks á stórmót: „Var frekar vongóður í þetta skiptið“ Óðinn Þór Ríkharðsson kveðst spenntur að vera loksins á leið á stórmót með íslenska landsliðinu í handbolta. 3. janúar 2023 11:31