Ronaldo um val sitt að fara til Al-Nassr: Vill líka hjálpa kvennafótboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 07:30 Cristiano Ronaldo fagnar marki fyrir Real Madrid en þar átti hann sín bestu ár í boltanum. Félagið var ekki með kvennalið stærsta hluta þess tíma. AP/Manu Fernandez Flestir efast um að Cristiano Ronaldo tali gegn mannréttindabrotum í Sádí Arabíu á tíma sínum sem leikmaður Al-Nassr. Hann ætlar aftur á móti að hjálpa kvennafótboltanum í landi sem bannaði konum að mæta á kappleiki. Al-Nassr er að borga Ronaldo tvö hundruð milljón evrur á ári eða þrjátíu milljarða íslenskra króna. Hann valdi það að yfirgefa Evrópu á þessum tímapunkti á ferlinum. Cristiano Ronaldo said that he wants to develop women's football in Saudi Arabia and inspire the next generation. He has nothing left to prove in Europe. At 37, he chose to inspire a new generation in a continent like Asia. The GOAT #HalaRonaldo pic.twitter.com/ZDpgfL7DDe— Eliane Dagher (@DagherEliane) January 3, 2023 Ronaldo sagði að fjöldi liða frá Evrópu, Brasilíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Portúgal hafi vilja semja við hann en að hann hafi valið Al-Nassr. Ronaldo talaði um markmið sitt nú þegar hann er kominn í þessa lítt þekktu deild á Arabíuskaganum. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að hjálpa til með reynslu minni og þekkingu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Ég vil líka hjálpa kvennafótboltanum og ég vil gefa aðra ímynd af landinu og fótbolta þess,“ sagði Cristiano. Cristiano Ronaldo mentioning Women s Football in a country which not long ago didn t allow women to drive or go to cinema. I am starting to like this development. https://t.co/x03At7wARl— Teodor (@teodumitrescu) January 3, 2023 Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lengst af staðið gegn þátttöku kvenna í íþróttum og þeim hömlum hefur verið aflétt að litlu leyti síðustu ár. Til ársins 2018 fengu konur sem dæmi ekki aðgang að íþróttavöllum. Hvað Ronaldo ætlar að gera fyrir knattspyrnukonur í Sádí Arabíu fær örugglega mikla athygli eftir þessi ummæli hans. Ronaldo hefur samt ekki miklar áhyggjur af almenningsrómnum. „Ég er hættur að pæla í því sem öðrum finnst. Nú býður mín ný áskorun í Asíu. Ég er einstakur leikmaður sem mun bæta met hérna líka,“ sagði Cristiano brosandi. Amnesty samtökin hafa skorað á Ronaldo að nota athyglina á sér til að berjast fyrir mannréttindum í landinu. Cristiano Ronaldo said he wants to develop women football in Saudi Arabia, and then gave a signed football to this young girl. My goat pic.twitter.com/asfZxJMzkj— Preeti (@MadridPreeti) January 3, 2023 Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Al-Nassr er að borga Ronaldo tvö hundruð milljón evrur á ári eða þrjátíu milljarða íslenskra króna. Hann valdi það að yfirgefa Evrópu á þessum tímapunkti á ferlinum. Cristiano Ronaldo said that he wants to develop women's football in Saudi Arabia and inspire the next generation. He has nothing left to prove in Europe. At 37, he chose to inspire a new generation in a continent like Asia. The GOAT #HalaRonaldo pic.twitter.com/ZDpgfL7DDe— Eliane Dagher (@DagherEliane) January 3, 2023 Ronaldo sagði að fjöldi liða frá Evrópu, Brasilíu, Ástralíu, Bandaríkjunum og Portúgal hafi vilja semja við hann en að hann hafi valið Al-Nassr. Ronaldo talaði um markmið sitt nú þegar hann er kominn í þessa lítt þekktu deild á Arabíuskaganum. „Þetta er gott tækifæri fyrir mig til að hjálpa til með reynslu minni og þekkingu,“ sagði Cristiano Ronaldo. „Ég vil líka hjálpa kvennafótboltanum og ég vil gefa aðra ímynd af landinu og fótbolta þess,“ sagði Cristiano. Cristiano Ronaldo mentioning Women s Football in a country which not long ago didn t allow women to drive or go to cinema. I am starting to like this development. https://t.co/x03At7wARl— Teodor (@teodumitrescu) January 3, 2023 Yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa lengst af staðið gegn þátttöku kvenna í íþróttum og þeim hömlum hefur verið aflétt að litlu leyti síðustu ár. Til ársins 2018 fengu konur sem dæmi ekki aðgang að íþróttavöllum. Hvað Ronaldo ætlar að gera fyrir knattspyrnukonur í Sádí Arabíu fær örugglega mikla athygli eftir þessi ummæli hans. Ronaldo hefur samt ekki miklar áhyggjur af almenningsrómnum. „Ég er hættur að pæla í því sem öðrum finnst. Nú býður mín ný áskorun í Asíu. Ég er einstakur leikmaður sem mun bæta met hérna líka,“ sagði Cristiano brosandi. Amnesty samtökin hafa skorað á Ronaldo að nota athyglina á sér til að berjast fyrir mannréttindum í landinu. Cristiano Ronaldo said he wants to develop women football in Saudi Arabia, and then gave a signed football to this young girl. My goat pic.twitter.com/asfZxJMzkj— Preeti (@MadridPreeti) January 3, 2023
Deila Ronaldo og Manchester United Sádiarabíski boltinn Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira