Anníe Mist ofarlega á lista yfir þær sem gætu gripið gæsina á heimsleikunum í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2023 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir keppti á sínum fyrstu heimsleikum árið 2009 og varð síðast heimsmeistari árið 2014. Getty/Dario Cantatore Tia-Clair Toomey hefur verið hraustasta CrossFit kona heims í sex ár eða síðan hún vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil árið 2017. Hún mun hins vegar ekki verja titil sinn í ár. Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Toomey tilkynnti heiminum það yfir Jólahátíðina að hún og maðurinn hennar eigi von á barni. Það þýðir jafnframt að Tia mun ekki taka þátt í heimsleikunum 2023. Katrín Tanja Davíðsdóttir var síðust til að verða heimsmeistari á undan Tiu-Clair Toomey en Toomey endaði í öðru sæti á eftir okkar konu bæði 2015 og 2016. Toomey hefur ekki aðeins unnið sex heimsmeistaratitla í röð, fyrst karla og kvenna í sögunni, heldur hefur hún oftast unnið heimsleikana með miklum yfirburðum. Nú er því í fyrsta sinn alvöru efi um það hver sér að fara vinna heimsmeistaratitilinn og það eru örugglega margar frábærar CrossFit konur sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Morning Chalk Up vefurinn ákvað að kanna álit CrossFit heimsins á því hver grípi gæsina og tryggi sér heimsmeistaratitilinn í haust. Tímabilið er ekki hafið og því á margt eftir að gerast í undankeppninni áður en við vitum betur hvaða konur mæta í besta forminu. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það er engu að síðustu athyglisvert að skoða niðurstöðurnar. Könnunin fékk 6228 svör en það var ein kona sem var með mikla yfirburði. Mallory O'Brien hélt upp á nítján ára afmælið sitt á Nýársdag og það er enginn vafi að spáfólk Morning Chalk Up trúir því að hún vinni heimsmeistaratitilinn. O'Brien náði öðru sætinu á eftir Toomey á síðustu heimsleikum og varð í sjöunda sæti árið á undan þegar hún var aðeins sautján ára gömul. O'Brien, sem verður liðsfélagi Anníe Mistar Þórisdóttur og Katrúnar Tönju Davíðsdóttur á Wodapalooza mótinu í Miami eftir rúma viku, fékk 71 prósent atkvæða. Ungverjinn Laura Horvath, sem varð í þriðja sæti á heimsleikunum í fyrra, fékk átján prósent atkvæða. Anníe Mist kemur síðan í þriðja sætinu í könnuninni með sex prósent atkvæða en aðrar fengu síðan samtals sex prósent atkvæða. Anníe Mist keppt í liðakeppni á síðasta ári en árið á undan náði hún þriðja sætinu innan við ári eftir að hafa eignast dótturina Freyju Mist. Það yrði rosalegt ef Anníe Mist næði að komast aftur á verðlaunapall, hvað þá að vinna. Hún hefur tvisvar orðið heimsmeistari en það eru liðin ellefu ár frá síðasta titli. Anníe komst fyrst á verðlaunapall árið 2010 og hefur alls komist þangað á sex heimsleikum. Katrín Tanja Davíðsdóttir er meðal hinna sex sem fengu flest atkvæði en þar eru líka Emma Lawson, Danielle Brandon, Haley Adams, Brooke Wells og Gabi Migala. Við fáum auðvitað ekki svarið við þessari spurningu fyrr en í ágúst en það er mikil spenna í loftinu nú þegar drottningin er komin í barneignarfrí. Hvort prinsessa sportsins taki lokaskrefið eða hvort gamlir heimsmeistarar endurnýi kynnin við gullið verður eflaust í umræðunni næstu sjö mánuði.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Stjarnfræðileg upphæð fyrir Super Bowl auglýsingu Í klandri eftir að hafa þóst míga á bikar „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fór í sex og hálfan hring í loftinu Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Viktor Gísli besti maður Íslands á HM Neymar á leið heim í Santos HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ Ena Viso til Grindavíkur Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Voru að deyja úr hlátri um kvöldið HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Nítján ára hjólakona lést: „Við verðum að stöðva þetta blóðbað“ Dagskráin í dag: Gleðitíðindi fyrir Leeds-samfélagið á Íslandi Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti