Stjórnlaus ferðaiðnaður Þór Saari skrifar 5. janúar 2023 09:58 Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þór Saari Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Frekja, yfirgangur og það sem virðist hrein heimska, er það sem einkennir ferðaiðnaðinn hér á landi og Samtök ferðaiðnaðarins, með Jóhannes Þór og Bjarnheiði í broddi fylkingar, koma orðið fram af stakri fyrirlitningu við sjálfboðaliða björgunarsveita, starfsmenn Vegagerðarinnar, íslenska náttúru, umhverfi og menningu, og í raun allan íslenskan almenning. Það er í raun alveg með ólíkindum að þessu fólki hafi dottið það í hug að stjórnlaus vetrarferðamennska á Íslandi væri góð hugmynd, en sú fráleita niðurstaða var keyrð áfram af hreinum draumórum, græðgi, og af Íslandsstofu sem er skrýtin stofnun, stofnsett af ráðherra og í raun í eigu ríkissjóðs. Um Íslandsstofu gilda hvorki stjórnsýslulög, upplýsingalög, lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, samkeppnislög né lög um opinber innkaup og starfsemin er því leyndó og líka hverjir eru á þeim spena. Þessi stefna hefur kostað fjölda mannslífa og enn fleiri alvarleg slys á fólki. Vitaskuld á að loka vegum miklu meira og oftar en gert er, einmitt vegna þessarar gengdarlausu græðgi sem drífur ferðaiðnaðinn áfram og gerir það að verkum að legíó af erlendum ferðamönnum sem kunna ekki að keyra, teppa vegina og gera það að verkum að sjálfboðaliðar björgunarsveitanna fá ekki að halda jól með fjölskyldum sínum. Þessi stjórnlausi ferðaiðnaður er orðin alger plága fyrir alla landsmenn, þó örfáir græði kannski drjúgt á fyrirbærinu. Mest allur hagnaðurinn fer líklega úr landi og inn á reikninga í skattaskjólum, alla vega er ekki mikið um hagnað hér innanlands, líka endurgreiddur virðisaukaskattur, en sem kunnugt er, þá er ferðaiðnaðurinn að nánast öllu leiti á sérstöku VSK þrepi og mismunurinn á inn- og útskatti er hvorki meira né minna en þrettán prósentustig, sem eru umtalsverðar upphæðir og gefur ágætis tekjur meðan verið er að greiða upp kostnað við uppbyggingu og hluta rekstrar. Þessi iðnaðarferðamennska hefur svo gert miðborg Reykjavíkur að menningarlegri eyðimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er að ræða góðviðrisdaga á sumrin eða jóla- og áramótastemningu. Miðborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustaður sem miðborg höfuðborgar ríkis á að vera, heldur risastór matarsjoppuhöll með endalausum röðum af lundabúðum, gistihúsum og skyndibitastöðum, mönnuðum með erlendu starfsfólki sem fær lúsarlaun. Að heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvædd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagði. Íbúar þéttbýlisstaða landsbyggðarinnar hafa heldur ekki farið varhluta af og eru einnig orðnir aukatriði í sínu samfélagi, beðnir um að halda sig fjarri miðbæjum staðanna þegar skemmtiferðaskip eru í höfn. Þessu þarf að breyta svo um munar og það er margt sem þarf að gera til að koma ferðaiðnaðinum í viðskiptaumhverfi sem er í góðu samkomulagi við almenning í landinu. Þar er mikilvægast að fækka ferðamönnum umtalsvert svo okkar viðkvæma náttúra og umhverfi verði ekki fyrir enn meira tjóni. Fjöldatakmarkanir á helstu ferðamannastöðum eru einnig mjög mikilvægar og greiðsla umhverfis- og náttúruverndargjalds fyrir hverja gistinótt per mann og fyrir hvern landgöngudag fyrir skemmtiferðaskipin, þarf einnig að verða að veruleika. Auk þess þarf að taka á gríðarlegri CO2 losun ferðaiðnaðarins með kvöðum um rafmagnsbíla eingöngu á bílaleigum (auk bílprófs ökumanna að sjálfsögðu) og takmörkunum á akstri þeirra á hálendisvegum. Kvaðir þurfa að vera um lengri dvöl á áfangastað, hérlendis sem erlendis, til að fækka flugferðum og stöðva þessar skammtíma þriggja daga hringakstursferðir erlendra ferðamanna sem kom alla leið frá Kína til að keyra hringinn, og "Bröns-til-Berlínar-" og fótboltaleikjaferðirnar. Hamfarhlýnun er grafalvarlegt mál sem snertir okkur öll, en hvað gera Íslendingar. Jú þeir fjölga flugfélögum. Hversu sturlað er það? Það er fyrir löngu orðið tímabært að stjórnvöld landsins taki á þessari óværu sem ferðaiðnaðurinn er og komi þessum geira atvinnulífsins í fastmótað og skilvirkt horf, horf sem er í sátt við landsmenn, náttúru og umhverfi, og sem gerir það að verkum að við sem búum hér séum ekki aukaatriði í eigin landi. Höfundur er hagfræðingur og unnandi íslenskrar náttúru.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar