Hænuskref fyrir þá sem fá hausverk um helgar Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. janúar 2023 13:31 Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Ósk Guðmundsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Lyf Alþingi Verslun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Fyrr í haust lagði ég fram frumvarp til breytinga á lyfjalögum þess efnis að heimilt verði að selja lausasölulyf í almennum verslunum. Í umræðu um frumvarpið velti ég upp þeirri spurningu hvaða úrræði væru til staðar fyrir þá sem t.d. fá hausverk um helgar í sveitarfélagi þar sem apótek eru ekki opin um helgar. Fyrir áramót tilkynnti heilbrigðisráðherra um breytingu á reglugerð um lyfjaverslanir sem felur í sér heimild til fjarsölu með lyf, lán og sölu lyfja milli lyfjabúða og afhendingu lyfja í verktöku. Ég fagna því að hér sé verið að stíga skref í rétta átt, í átt að auknu frelsi til hagsbóta fyrir neytendur, en velti því því þó fyrir mér hvort stíga megi stærra skref í þessum málum. Heimild til að reka netverslun með lyf Breyting á reglugerðinni felur í sér að frá 1. janúar 2023 varð heimilt að rekja lyfjabúðir sem einungis starfrækja netverslun með lyf. Ekki verður því lengur nauðsynlegt að reka eiginlega lyfjabúð til þess að reka netverslun með lyf. En frá árinu 2018 hefur einungis lyfsöluleyfishöfum verið heimilt að reka netverslun með lyf í tengslum við rekstur lyfjabúða. Ánægjulegt er að verið sé að stíga annað skref í átt að bættri þjónustu fyrir neytendur. Hvert viljum við stefna? Nú segir í tilkynningu um reglugerðarbreytinguna að með henni er ætlað að “ýta undir samkeppni í lyfsölu, bæta nýtingu lyfja og auka þjónustu við notendur á landsbyggðinni.” En betur má ef duga skal. Breytingartillaga mín á lyfjalögum stuðlar enn frekar að sama markmiði; að koma betur til móts við þarfir neytenda, auka aðgengi, auka samkeppni og lækka verð á tilteknum lausasölulyfjum. Tökum næsta hænuskref Lyfjalögin voru endurskoðuð í heild sinni árið 2020 og tóku gildi 1. janúar 2021. Við þinglega meðferð málsins breyttist frumvarpið á þann veg að Lyfjastofnun var veitt heimild til að veita undanþágu frá ákvæði 1. mgr. 33. gr. sem kveður á um að einungis sé heimilt að selja almenningi lyf á grundvelli lyfsöluleyfis. Heimildin kveður á um að Lyfjastofnun geti veitt undanþágu til sölu tiltekinna lausasölulyfja í almennri verslun, en slíka undanþágu megi aðeins veita þar sem ekki sé starfrækt lyfjabúð eða lyfjaútibú. Tökum næsta skref með því að víkka út undanþáguheimild til að selja tiltekin lausasölulyf í almennum verslunum og þannig væri með tiltölulega einföldum hætti hægt að auka frelsi á markaði. Ég vona að breytingar á lyfjalögum raungerist með þessum hætti og við getum hætt að kveða á um undanþágur undanþágum ofar í lögum, sem gerir það eitt að verkum að regluverkið er ógagnsætt og óskiljanlegt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar