Fluttu um 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2023 08:40 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Icelandair flutti 3,7 milljónir farþega á nýliðnu ári, eða um 150 prósent fleiri en árið 2021. Flugframboð félagsins jókst jafnt og þétt á árinu og var það um 91 prósent af framboði ársins 2019 í desember. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar í morgun þar sem farið er yfir helstu upplýsingar um farþegafjöldann árið 2022. Þar kemur fram að heildarfjöldi farþega í innanlands- og millilandaflugi hafi verið 233.500 í desember, samanborið við 168.500 í desember 2021. „Farþegar í millilandaflugi voru 214 þúsund samanborið við 149 þúsund í desember 2021. Farþegar til Íslands voru 79 þúsund og frá Íslandi um 50 þúsund. Tengifarþegar voru um 85 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 62,4%. Sætanýting í millilandaflugi var 73%, samanborið við 71% í desember 2021. Miklar raskanir vegna veðursfars og þá sérstaklega lokun Reykjanesbrautarinnar hafði umtalsverð áhrif á stundvísi, sætanýtingu og flugáætlunina í heild í mánuðinum. Farþegar í innanlandsflugi voru um 20 þúsund, samanborið við 19 þúsund farþega í desember 2021. Stundvísi var 81%, þrátt fyrir umtalsverðar raskanir vegna veðurs. Sætanýting var 73% samanborið við 70% nýtingu í desember 2021. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 13% samanborið við desember 2021. Fraktflutningar voru jafnmiklir og í desember 2021,“ segir í tilkynningunni. Vél Icelandair.vísir/vilhelm Hratt og örugglega Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar Covid faraldursins. „Við höfum jafnt og þétt fjölgað flugtengingum og aukið flugframboð og í desember var framboðið 91% af framboði ársins 2019. Eftir því sem áhrif faraldursins fóru dvínandi náði starfsfólk Icelandair að byggja starfsemina upp hratt og örugglega. Innanlandsflugið hefur náð sér vel á strik og leiguflugsstarfsemin einnig með verkefnum um allan heim. Leiguflugstarfsemin er mikilvægur þáttur í að minnka árstíðarsveiflu í rekstrinum og nýta bæði flugvélar og áhafnir þegar umsvif í leiðakerfinu eru minni. Stór áfangi náðist nú í lok árs í flugfraktinni þegar við tókum á móti Boeing 767 breiðþotu í fraktflotann. Þar erum við að setja aukna áherslu á að nýta Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð fyrir flugfrakt á milli heimsálfa, sambærilegt við það sem félagið hefur gert á árangursríkan hátt í farþegaflutningum um árabil. Þetta mun skapa ný og spennandi tækifæri fyrir inn- og útflutningsaðila á Íslandi. Við erum stolt af starfsfólki okkar og hvernig því tókst við mjög krefjandi aðstæður að tryggja að langflestir af þeim 24 þúsund farþegum okkar sem lentu í röskunum fyrir jólin komust á sinn áfangastað. Raskanir sem þessar hafa mikil áhrif á viðskiptavini okkar, upplifun ferðamanna af landi og þjóð og tengingar Íslands við umheiminn. Reykjanesbrautin er mjög mikilvæg lífæð fyrir Ísland og við leggjum því mikla áherslu á að stjórnvöld komi í veg fyrir að sambærilegar aðstæður skapist aftur,“ segir Bogi Nils. Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til Kauphallar í morgun þar sem farið er yfir helstu upplýsingar um farþegafjöldann árið 2022. Þar kemur fram að heildarfjöldi farþega í innanlands- og millilandaflugi hafi verið 233.500 í desember, samanborið við 168.500 í desember 2021. „Farþegar í millilandaflugi voru 214 þúsund samanborið við 149 þúsund í desember 2021. Farþegar til Íslands voru 79 þúsund og frá Íslandi um 50 þúsund. Tengifarþegar voru um 85 þúsund. Stundvísi í millilandaflugi var 62,4%. Sætanýting í millilandaflugi var 73%, samanborið við 71% í desember 2021. Miklar raskanir vegna veðursfars og þá sérstaklega lokun Reykjanesbrautarinnar hafði umtalsverð áhrif á stundvísi, sætanýtingu og flugáætlunina í heild í mánuðinum. Farþegar í innanlandsflugi voru um 20 þúsund, samanborið við 19 þúsund farþega í desember 2021. Stundvísi var 81%, þrátt fyrir umtalsverðar raskanir vegna veðurs. Sætanýting var 73% samanborið við 70% nýtingu í desember 2021. Fjöldi seldra blokktíma í leiguflugi jókst um 13% samanborið við desember 2021. Fraktflutningar voru jafnmiklir og í desember 2021,“ segir í tilkynningunni. Vél Icelandair.vísir/vilhelm Hratt og örugglega Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að árið 2022 hafi verið ár mikillar uppbyggingar í kjölfar Covid faraldursins. „Við höfum jafnt og þétt fjölgað flugtengingum og aukið flugframboð og í desember var framboðið 91% af framboði ársins 2019. Eftir því sem áhrif faraldursins fóru dvínandi náði starfsfólk Icelandair að byggja starfsemina upp hratt og örugglega. Innanlandsflugið hefur náð sér vel á strik og leiguflugsstarfsemin einnig með verkefnum um allan heim. Leiguflugstarfsemin er mikilvægur þáttur í að minnka árstíðarsveiflu í rekstrinum og nýta bæði flugvélar og áhafnir þegar umsvif í leiðakerfinu eru minni. Stór áfangi náðist nú í lok árs í flugfraktinni þegar við tókum á móti Boeing 767 breiðþotu í fraktflotann. Þar erum við að setja aukna áherslu á að nýta Keflavíkurflugvöll sem tengimiðstöð fyrir flugfrakt á milli heimsálfa, sambærilegt við það sem félagið hefur gert á árangursríkan hátt í farþegaflutningum um árabil. Þetta mun skapa ný og spennandi tækifæri fyrir inn- og útflutningsaðila á Íslandi. Við erum stolt af starfsfólki okkar og hvernig því tókst við mjög krefjandi aðstæður að tryggja að langflestir af þeim 24 þúsund farþegum okkar sem lentu í röskunum fyrir jólin komust á sinn áfangastað. Raskanir sem þessar hafa mikil áhrif á viðskiptavini okkar, upplifun ferðamanna af landi og þjóð og tengingar Íslands við umheiminn. Reykjanesbrautin er mjög mikilvæg lífæð fyrir Ísland og við leggjum því mikla áherslu á að stjórnvöld komi í veg fyrir að sambærilegar aðstæður skapist aftur,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira