Joe & the Juice gefast upp á Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 6. janúar 2023 11:03 Joe & Juice hefur ákveðið að hætta starfsemi sinni á Leifsstöð vegna óásættanlegra kvaða í útboðsgögnum, þess efnis að veitingasala á Keflavíkurflugvelli feli í sér sölu á áfengum drykkjum. aðsend Veitingastaðurinn Joe & The Juice hefur dregið sig út úr útboðsferli Isavia varðandi veitingasölu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Joe & Juice. Fyrirtækið hefur verið með sölustaði á flugvellinum um árabil. Ástæðan er sú að krafa um áfengissölu og tilbúna rétti samræmist ekki áherslum Joe & Juice. Báðum sölustöðum á vellinum, á efri hæð eftir að farið er í gegnum öryggisleitina og neðri hæð við brottfararsal, verður því lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Isavia setur skilyrði um að allir þeir veitingastaðir sem verði fyrir valinu í útboðinu verði að bjóða bæði upp á áfengi og tilbúna rétti. Kröfur um áfengissölu komu á óvart „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni: Joe & The Juice hugnist einfaldlega ekki að gera þær breytingar á vöruvali sínu sem Isavia setur kröfu um á Keflavíkurflugvelli, þótt það þýði að félagið eigi ekki möguleika á að halda áfram rekstri í flugstöðinni. Joe & The Juice rekur áfram níu staði á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi, en sá nýjasti var opnaður í desember og er við Birkimel í Vesturbænum. Stefnt er að opnun fleiri staða á næstunni. Birgir Bieltvedt er eigandi Joe & The Juice og hann segir engan skort á stöðum sem bjóða upp á áfengi og tilbúna rétti, en það var skilyrði að hálfu Isavia í útboðinu.aðsend Í tilkynningunni er vitnað til orða Birgis Bieltvedt, eiganda keðjunnar, sem segir meðal annars að Joe & The Juice hafi verið með rekstur í flugstöðinni til áramóta og vitað væri að til stæði að fara í útboð. „Það kom okkur hins vegar á óvart síðasta sumar, þegar útboðsgögnin lágu fyrir, hvers konar breytingar ætti að gera á veitingasölu í flugstöðinni. Við ákváðum engu að síður að taka þátt í útboðinu. Í ferlinu varð sífellt ljósara hversu mikil áhersla var lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice, til að mynda krafa um sölu áfengis og ýmissa tilbúinna rétta.“ Enginn skortur á stöðum sem bjóða áfengi Í útboðinu var verið að bjóða út rekstur þriggja staðsetninga og Joe & the Jucie lýsti því yfir að þeir þar væru reiðubúnir að vera með þriðja staðinn undir nýju vörumerki þar sem selt yrði áfengi, gos og tilbúnir réttir. „En að lokum gátum við ekki sætt okkur við að breyta hinum tveimur stöðunum og hverfa með því frá grunngildum Joe & The Juice um ferskleika. Okkar upplifun er að það sé enginn skortur á stöðum sem bjóða tilbúna rétti og áfengi í flugstöðinni og erfitt að sjá af hverju það megi ekki vera sem mest fjölbreytni í veitingaframboði vallarins,“ segir Birgir. Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ástæðan er sú að krafa um áfengissölu og tilbúna rétti samræmist ekki áherslum Joe & Juice. Báðum sölustöðum á vellinum, á efri hæð eftir að farið er í gegnum öryggisleitina og neðri hæð við brottfararsal, verður því lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára veru í flugstöðinni. Isavia setur skilyrði um að allir þeir veitingastaðir sem verði fyrir valinu í útboðinu verði að bjóða bæði upp á áfengi og tilbúna rétti. Kröfur um áfengissölu komu á óvart „Joe & The Juice hefur ekki selt áfengi á sínum stöðum og sömuleiðis hefur staðurinn aldrei boðið upp á mat sem útbúinn var mörgum klukkustundum áður. Þvert á móti er það eitt helsta einkenni staðarins að bjóða upp á eins ferskar samlokur og djúsa og mögulegt er, sem útbúnir eru eftir pöntun,“ segir í tilkynningunni: Joe & The Juice hugnist einfaldlega ekki að gera þær breytingar á vöruvali sínu sem Isavia setur kröfu um á Keflavíkurflugvelli, þótt það þýði að félagið eigi ekki möguleika á að halda áfram rekstri í flugstöðinni. Joe & The Juice rekur áfram níu staði á höfuðborgarsvæðinu og á Selfossi, en sá nýjasti var opnaður í desember og er við Birkimel í Vesturbænum. Stefnt er að opnun fleiri staða á næstunni. Birgir Bieltvedt er eigandi Joe & The Juice og hann segir engan skort á stöðum sem bjóða upp á áfengi og tilbúna rétti, en það var skilyrði að hálfu Isavia í útboðinu.aðsend Í tilkynningunni er vitnað til orða Birgis Bieltvedt, eiganda keðjunnar, sem segir meðal annars að Joe & The Juice hafi verið með rekstur í flugstöðinni til áramóta og vitað væri að til stæði að fara í útboð. „Það kom okkur hins vegar á óvart síðasta sumar, þegar útboðsgögnin lágu fyrir, hvers konar breytingar ætti að gera á veitingasölu í flugstöðinni. Við ákváðum engu að síður að taka þátt í útboðinu. Í ferlinu varð sífellt ljósara hversu mikil áhersla var lögð á ýmsa þætti sem hefðu þýtt stórfelldar breytingar á „konsepti“ Joe & The Juice, til að mynda krafa um sölu áfengis og ýmissa tilbúinna rétta.“ Enginn skortur á stöðum sem bjóða áfengi Í útboðinu var verið að bjóða út rekstur þriggja staðsetninga og Joe & the Jucie lýsti því yfir að þeir þar væru reiðubúnir að vera með þriðja staðinn undir nýju vörumerki þar sem selt yrði áfengi, gos og tilbúnir réttir. „En að lokum gátum við ekki sætt okkur við að breyta hinum tveimur stöðunum og hverfa með því frá grunngildum Joe & The Juice um ferskleika. Okkar upplifun er að það sé enginn skortur á stöðum sem bjóða tilbúna rétti og áfengi í flugstöðinni og erfitt að sjá af hverju það megi ekki vera sem mest fjölbreytni í veitingaframboði vallarins,“ segir Birgir.
Keflavíkurflugvöllur Veitingastaðir Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira