Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 10:57 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37