Skuldafangelsi námslána Ásta S. Helgadóttir skrifar 9. janúar 2023 08:02 Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Námslán Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Árið 2020 tóku lög um Menntasjóð námsmanna gildi sem leystu eldri lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna af hólmi. Við gildistöku laganna féllu niður ábyrgðir á námslánum teknum í tíð eldri laga, ef lánþegar voru í skilum við Lánasjóð íslenskra námsmanna. Eftir stóð hópur ábyrgðarmanna á námslánum sem ekki voru í skilum hjá sjóðnum. Að mati umboðsmanns skuldara voru það mistök að fella ekki niður ábyrgðarmannakerfið í heild sinni, enda var tilgangurinn með niðurfellingu ábyrgða, sá að koma til móts við kröfur samfélagsins um að hver lánþegi skuli sjálfur vera ábyrgur fyrir endurgreiðslu eigin námslána. Eins er það réttmæt spurning hvort lánþegar og ábyrgðarmenn þeirra, þar sem lánin voru ekki í skilum við gildistöku laganna, hafi verið nægjanlega upplýstir um að ábyrgðarskuldbindingar á lánum yrðu felldar niður ef vanskil yrðu gerð upp. Námslán undanskilin fyrningarfresti við gjaldþrot Á síðustu misserum hefur embætti umboðsmanns skuldara vakið athygli á þörfinni fyrir að betrumbæta lausnir fyrir lánþega og ábyrgðarmenn sem hafa ekki tök á að greiða af kröfum vegna námslána. Umboðsmaður skuldara hefur gagnrýnt að sett hafi verið sérákvæði í lög um Menntasjóð námsmanna sem undanskilja námslán tveggja ára fyrningarfresti í kjölfar gjaldþrotaskipta. Fyrningarfrestur námslána er því 10 ár frá lokum gjaldþrotaskipta, en Menntasjóðurinn getur haldið kröfum lifandi um aldur og ævi með því að slíta fyrningu krafnanna, t.d. með fjárnámsaðgerðum. Þessi breyting hefur leitt til þess að engin endanleg lausn er fyrir þá lánþega og ábyrgðarmenn, sem munu um ókomna framtíð aldrei geta greitt af skuldbindingum sínum. Þá skapar framangreint sérákvæði ójafnræði milli kröfuhafa, þegar allir aðrir kröfuhafar eru undir almennu tveggja ára fyrningarreglunni. Við fjárhagserfiðleika skuldara getur sú staða komið upp að kröfuhafar þurfa að afskrifa hluta af kröfusafni sínu og er Menntasjóður námsmanna þar engin undantekning. Embættið hefur séð ítrekuð dæmi um t.d. örorkulífeyrisþega sem tóku námslán í tíð eldri laga og hafa engin tök á að standa undir þeim. Vissulega er hægt að sækja um undanþágu frá afborgunum en er það eðlileg leið að einstaklingar þurfi að sækja um slíkar undanþágur ár eftir ár? Að mati embættisins er mikilvægt að huga að endapunkti fyrir þann minnihlutahóp einstaklinga sem er og verður ógjaldfær til að greiða af kröfum sínum. Þjónar það tilgangi að halda kröfum endalaust lifandi gagnvart þessum hópi einstaklinga? Í þessu samhengi vill umboðsmaður skuldara vekja athygli á þeirri mismunun sem er á milli lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga og þeirra sem taka lán á grundvelli núgildandi laga. Í núgildandi lögum er til staðar heimild til að afskrifa eftirstöðvar lána þegar lánþegi nær 66 ára aldri, sé lánþegi í fjárhagserfiðleikum. Sú heimild er þó bundin við að lánþegi hafi staðið við greiðslusamning í eitt ár áður en afskrift fer fram. Lánþegi sem ekki getur staðið við greiðslusamning hefur því ekki kost á að fá afskrift. Engin heimild er til afskrifta fyrir lánþega sem tóku lán í tíð eldri laga. Gerð er krafa um ábyrgðarmenn við vanskil Þá er það enn við lýði hjá Menntasjóði námsmanna, ef einstaklingar lenda í vanskilum með greiðslu námslána og vilja semja um vanskilin að gerð er krafa um ábyrgðarmann á skuldabréf til uppgreiðslu vanskila. Er lánþegum þannig stillt upp við vegg og eru tilneyddir að blanda þriðja aðila í skuldamál sín. Sama gildir um lánþega sem af einhverjum ástæðum hafa fengið ofgreidd námslán. Ef þeir geta ekki endurgreitt hina ofgreiddu fjárhæð í eingreiðslu, er gerð krafa um að þeir útvegi ábyrgðarmann á skuldabréf til greiðslu ofgreiddra námslána. Embættið hefur séð dæmi um að ábyrgðarmenn geta sjálfir verið illa staddir fjárhagslega og getur það leitt til vítahrings varðandi skuldbindinguna. Innheimta ætti að vera á forræði hins opinbera Þegar krafa vegna námsláns fer í löginnheimtu þá getur hún verið fljót að hækka vegna innheimtukostnaðar lögmanna og álagningu dráttarvaxta. Við gerð laga um Menntasjóð námsmanna var tekið til skoðunar að opna á þann möguleika að embætti sýslumanna eða Skatturinn tækju að sér verkefni vegna innheimtu námslána og var talið æskilegt að ráðuneytið myndi halda áfram að skoða þær útfærslur við endurskoðun laganna. Innheimtukostnaður vegna vanskila er oft sá hluti sem leggst hvað þyngst á lántakendur sem komnir eru með lán sín í vanskil. Það væri skynsamlegt að endurmeta hvernig haga beri innheimtu námslána og hvort hún eigi að vera hjá einkaaðilum, lögmannsstofum, sem hafa hag af innheimtunni í formi innheimtukostnaðar eða hjá opinberum aðilum. Í lögum um Menntasjóð námsmanna er tilgreint að lögin skulu endurskoðuð innan þriggja ára frá því að þau komu til framkvæmda og bindur embættið vonir við að hugað verði vel að framangreindum athugasemdum við endurskoðun laganna og reglna sem á þeim byggjast. Umbætur á meðferð og innheimtu námslána, bæði gagnvart eldri lánum og lánum teknum í tíð núgildandi laga, eru nauðsynlegar, svo líf fólks sé ekki í heljargreipum vegna gallaðs regluverks. Höfundur er umboðsmaður skuldara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar