„Þetta er akkúrat það sem við þurftum, smá löðrung“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. janúar 2023 09:00 Ómar Ingi Magnússon og Ýmir Örn Gíslason í baráttunni við Juri Knorr í gær. Martin Rose/Getty Images Íslenska karlalandsliðið í handbolta gerði vel að klára leik sinn við Þýskaland í gær á sigri. Styrkur felst í því að vinna leiki sem spilast illa. Þetta segir sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
„Maður var farinn að hafa pínulitlar áhyggjur þarna um miðbik leiksins, hvað þetta var hálf dapurt. En við byrjuðum leikinn vel og enduðum leikinn vel og það var nóg,“ segir Jóhann Gunnar Einarsson, fyrrum leikmaður Fram og Aftureldingar og sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. „Þetta er kannski það sem maður var farinn að öfunda lið eins og Spán og Danmörku fyrir, að þó þau séu að spila illa þá vinna þau leikina og við gerum það bara á gæðum í lokin. Það var nóg og það er mjög jákvætt,“ bætir hann við. Varamennirnir hetjurnar Leikmenn sem spilað að jafnaði minna í liðinu reyndust íslenska liðinu vel. Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið á sitt fyrsta stórmót og var afar öflugur í hægra horninu. Björgvin Páll Gústavsson var öflugur í markinu þegar á leið og Janus Daði Smárason átti frábæra innkomu á miðjuna. Jóhann Gunnar Einarsson.Vísir/Stöð 2 „Ómar var ólíkur sjálfum sér og fleiri. Við getum þakkað innkomu manna sem hafa verið að spila minna, eins og Janus og Óðni, og svo var Bjöggi frábær í markinu. Mér fannst svo Elliði koma með orku inn í þetta þó við höfum verið í vandræðum varnarlega allan leikinn,“ segir Jóhann Gunnar. „Það voru þessir leikmenn sem komu inn á sem við getum þakkað fyrir þennan sigur,“ „Það sem maður hefur mestar áhyggjur af eru kannski línuspil og miðjublokkin lengst af en Gummi hefur sagst vera að vinna í því og þetta er skref í þá átt,“ segir Jóhann Gunnar. Ekki í boði að slaka á Jóhann segir að liðið hafi þurft á ákveðnu veruleikatékki að halda. Þjóðverjanir hafi rifið þá lítillega niður á jörðina eftir að þeir hafi verið lofsungnir upp til himna af íslensku þjóðinni í aðdraganda móts. „Þetta er kannski akkúrat það sem við þurftum, ekki kannski högg í andlitið en smá löðrung. Við þurfum alltaf að gefa allt í þetta þó við séum með frábæra heimsklassa leikmenn, þá erum við ekki orðnir það góðir að við getum við ekki gert þetta eins létt og við getum,“ segir Jóhann Gunnar. Klippa: Jóhann Gunnar um sigur Íslands Það segi þá sitt að Íslendingar séu farnir að gera kröfu á stórsigur á Þýskalandi á útivelli. „Við erum á útivelli og við getum kröfu um að vinna þennan leik. Kannski er bara eðlilegt að fyrsti leikur hjá þessu liði þegar þeir eru orðnir varir um umfjöllunina, að það er vænst mikils af þeim. Þess vegna held ég að það hafi verið eðlilegt að menn hafi verið smá stressaðir,“ segir Jóhann. Ísland og Þýskaland mætast að nýju í dag klukkan 14:30 og verður leikurinn í beinni lýsingu á Vísi.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn