Loka Noma og snúa sér að matvælaframleiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2023 12:27 Í framtíðinni gæti Noma verið rekið sem farandveitingahús hér og þar um heiminn. Staðurinn er þegar byrjaður að prófa sig áfram með það, þar á meðal í Sydney í Ástralíu. Vísir/EPA Eigendur danska veitingastaðarins Noma hafa ákveðið að loka honum, að minnsta kosti tímabundið og snúa sér að matvælaframleiðslu í staðinn. Noma hefur lengi verið talinn besti eða einn af bestu veitingastöðum heims. Húsnæði Noma á Refshale-eyju við Kaupmannahöfn verður breytt í matarrannsóknastöð þar sem nýir réttir verða þróaðir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mögulega verði veitingastaðurinn opnaður aftur í Danmörku og erlendis við og við. Rene Redzepi, kokkur og einn eigenda Noma, segir Belingske að mögulega verði staðurinn opinn eina árstíð á ári í Kaupamannahöfn eða einhvers staðar annars staðar í heiminum. Ekkert liggi þó fyrir um slík áform ennþá. Í haust var greint frá því að Noma yrði fluttur frá Kaupmannahöfn og yrði að nokkurs konar flökkuveitingastað hér og þar um heiminn í stutta stund á hverjum stað. Noma í núverandi mynd verður lokað í lok árs 2024. Redzepi segir New York Times að ómögulegt sé að tryggja nærri hundrað starfsmönnum sanngjörn laun á sama tíma og haldið sé í gæði og verð fari ekki úr hófi fram. Danski stjörnukokkurinn Rene Redzepi sem rekur Noma í Danmörku.Vísir/EPA „Við verðum að endurhugsa iðnaðinn frá grunni. Þetta er einfaldlega of erfitt og við verðum að vinna öðruvísi,“ segir hann. Fínustu veitingastaðir heims hafa legið undir vaxandi gagnrýni fyrir að ganga nærri starfsfólki sínu. Það sé oft illa eða jafnvel ólaunað. Noma hefur þannig verið sakað um að fara illa með erlent verkafólk og reiða sig á ólaunaða starfsnema. Sú gagnrýni leiddi til þess að staðurinn byrjaði að greiða nemum en um leið jókst rekstrarkostnaðurinn umtalsvert. Noma var valinn besti veitingastaður heims á lista World's 50 best restaurants í fimmta skipti í fyrra. Enginn annar staður hefur náð þeim árangri og Noma verður ekki lengur gjaldgengur til þess að hljóta þann heiður aftur. Matur Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Húsnæði Noma á Refshale-eyju við Kaupmannahöfn verður breytt í matarrannsóknastöð þar sem nýir réttir verða þróaðir, að sögn danska ríkisútvarpsins. Mögulega verði veitingastaðurinn opnaður aftur í Danmörku og erlendis við og við. Rene Redzepi, kokkur og einn eigenda Noma, segir Belingske að mögulega verði staðurinn opinn eina árstíð á ári í Kaupamannahöfn eða einhvers staðar annars staðar í heiminum. Ekkert liggi þó fyrir um slík áform ennþá. Í haust var greint frá því að Noma yrði fluttur frá Kaupmannahöfn og yrði að nokkurs konar flökkuveitingastað hér og þar um heiminn í stutta stund á hverjum stað. Noma í núverandi mynd verður lokað í lok árs 2024. Redzepi segir New York Times að ómögulegt sé að tryggja nærri hundrað starfsmönnum sanngjörn laun á sama tíma og haldið sé í gæði og verð fari ekki úr hófi fram. Danski stjörnukokkurinn Rene Redzepi sem rekur Noma í Danmörku.Vísir/EPA „Við verðum að endurhugsa iðnaðinn frá grunni. Þetta er einfaldlega of erfitt og við verðum að vinna öðruvísi,“ segir hann. Fínustu veitingastaðir heims hafa legið undir vaxandi gagnrýni fyrir að ganga nærri starfsfólki sínu. Það sé oft illa eða jafnvel ólaunað. Noma hefur þannig verið sakað um að fara illa með erlent verkafólk og reiða sig á ólaunaða starfsnema. Sú gagnrýni leiddi til þess að staðurinn byrjaði að greiða nemum en um leið jókst rekstrarkostnaðurinn umtalsvert. Noma var valinn besti veitingastaður heims á lista World's 50 best restaurants í fimmta skipti í fyrra. Enginn annar staður hefur náð þeim árangri og Noma verður ekki lengur gjaldgengur til þess að hljóta þann heiður aftur.
Matur Danmörk Veitingastaðir Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira