Hvenær er nóg nóg? Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar 10. janúar 2023 08:00 Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Kjaramál Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Sjá meira
Þessari spurningu var varpað fram í Silfrinu sunnudaginn 8. janúar þegar kjör heilbrigðisstétta og staða heilbrigðiskerfisins voru til umræðu. Þetta er góð spurning sem flestir ættu að velta fyrir sér. Hvar liggja t.d. mörk starfsfólks í álagi og yfirvinnu ? Hvenær er nóg nóg þegar kemur að vinnuaðstæðum heilbrigðisstarfsfólks ? Ég held að þeirri spurningu hafi þegar verið svarað hjá mörgu heilbrigðisstarfsfólki sem nú þegar hefur hætt störfum. Hjá þeim var klárlega komið nóg. Eru þau mörk að nálgast hjá fleirum ? Hver er verðmiðinn á því að vinna morgunvakt, kvöldvakt, næturvakt og aftur morgunvakt kvöldvakt næturvakt allan ársins hring ? Helgar, jól og aðra hátíðisdaga ? Að hafa lítið sem ekkert svigrúm til að skipta/breyta vakt ef eitthvað skemmtilegt kemur uppá eins og t.d. afmælisboð frá góðum vini eða fjölskyldu sem berst með innan við 6 vikna fyrirvara ? Hvers vegna innan við 6 vikna fyrirvara ? Jú því vaktaplan liggur fyrir 6 vikum áður. Það er ekki sjálfgefið að vaktavinnufólk sé í fríi. Það er ekki heldur sjálfgefið að hægt sé að skipta á vakt við samstarfsfélaga, því hann gæti jú lækkað í launum við vaktaskiptin, tapað vaktahvata við þessa breytingu. Er komið nóg af því að vera með í maganum áður en mætt er á vaktina yfir því hversu mikið verði að gera ? Gefst tími til að sinna t.d. þeirri grunnþörf að komast á snyrtinguna ? Þá erum við ekki einu sinni að ræða eðlilegt neysluhlé sem ætti að eiga sér stað á hverri vakt. Hvenær er komið nóg af því að komast ekki heim á réttum tíma því vaktin sem á að taka við er ekki fullmönnuð og/eða það er of mikið að gera ? Hvenær er komið nóg af því að heilbrigðisstarfsfólk sé truflað í frítíma og beðið um að koma á aukavakt eða breyta vakt ? Í fyrrgreindum þætti kom einnig fram að meðalheildarlaun ljósmæðra væru um 1.100.000 kr. Meðalgrunnlaun ljósmæðra í júní 2022 voru 772.483 kr. Meðalheildarlaun ljósmæðra voru 1.079.882 kr. Mismunurinn þarna á milli er vegna þess að ljósmæður standa vaktina allan sólarhringinn alla daga ársins. Þær fá greitt álag fyrir að vinna á kvöldin, næturnar, um helgar og á stórhátíðum þegar margar aðrar stéttir taka því sem sjálfsögðum hlut að vera í fríi. Ljósmæður eru einnig að fá greitt fyrir yfirvinnu. Yfirvinnu sem sannarlegar er unnin umfram vinnuskyldu t.d. þegar þær komast ekki heim á réttum tíma því það er of mikið að gera. Yfirvinnu þegar vantar fólk til starfa eða álagið of mikið og það þarf að kalla út fleira starfsfólk. Yfirvinnu sem fæstar vilja vinna, en mæta því þær telja sig hafa siðferðislega skyldu til þess. Verkefnin eru þess eðlist að ekki er hægt að geyma þau til næsta dags. Þetta á við um allar stéttir sem vinna vaktir og því algjörlega óraunhæft að horfa á heildarlaun þessara stétta. Já hvenær er nóg nóg ? Það er góð spurning. Ég hef áhyggjur af því þegar ljósmæður telja nóg nóg. Þegar ljósmæður hætta að mæta á grundvelli þeirrar ábyrgðartilfinningar sem þær bera til starfsins og umhyggju fyrir þeim fjölskyldum sem þær sinna. Það ætti að vera umræðuefnið þegar metið er hvenær nóg er nóg. Höfundur er formaður Ljósmæðrafélags Íslands.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun