Frumvarp um lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum lagt fram í breska þinginu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. janúar 2023 12:54 Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir standa yfir á Bretlandseyjum þessa dagana. AP/Kirsty Wigglesworth Breska ríkisstjórnin hefur lagt fram frumvarp sem er ætlað að tryggja lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Frumvarpið er afar umdeilt og meira að segja sagt skaðlegt í skýrslu stjórnvalda um möguleg áhrif þess. Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma. Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Grant Shapps, ráðherra viðskipta-, orku- og iðnaðar, sagði í samtali við Sky News í morgun að eins og sakir stæðu væri það hreint lotterí hvort íbúar fengju lágmarksþjónustu í verkfallsaðgerðum. Sums staðar væri þjónustan tryggð en annars staðar ekki. Þannig hefðu hjúkrunarfræðingar til að mynda tryggt lágmarksþjónustu á landsvísu þegar þeir færu í verkfallsaðgerðir en það gerðu sjúkraflutningamenn ekki. Gert er ráð fyrir að deilt verði um frumvarpið á þinginu og að verkalýðshreyfingin muni láta kanna lögmæti lagasetningarinnar fyrir dómstólum. Shapps sagðst í viðtalinu vonast til þess að stjórnvöld þyrftu ekki að grípa til þess að beita lögunum, heldur myndi umræðan verða til þess að allir sættust á að tryggja lágmarksþjónustu. Þá sagði hann óboðlegt að almenningur byggi við óáreiðanleika og mismunun eftir búsetu. Industrial action is disruptive for all - from those relying on vital services for work, to those caring for their family. Meanwhile businesses suffer.Government is doing all it can to avoid prolonged strikes & will introduce Minimum Safety Levelshttps://t.co/WNDQhTiVis— Rt Hon Grant Shapps MP (@grantshapps) January 5, 2023 Stjórnvöld létu gera mat á mögulegum áhrifum lagasetningarinnar og þar kemur fram að hún muni mögulega leiða til tíðari verkfallsaðgerða og aukinna skaðlegra áhrifa til lengri tíma litið. Paul Nowak, framkvæmdastjóri Trades Union Congress, ítrekar þessar áhyggjur og sagði lögin hafa það í för með sér að þegar fólk hefði greitt um það atkvæði í lýðræðislegri kosningu að fara í verkfall, þá væri engu að síður hægt að neyða það til að vinna eða segja því upp ella. Nowak sagði frumvarpið eitur fyrir vinnumarkaðinn. Verkamannaflokkurinn hefur varað við því að frumvarpið opni fyrir þann möguleika að atvinnurekendur gætu farið í mál við verkalýðsfélög og sagt félagsmönnum þeirra upp. Flokkurinn muni tala gegn frumvarpinu og fella lögin úr gildi ef og þegar hann kemst til valda. Umfangsmiklar verkfallsaðgerðir setja mark sitt á daglegt líf á Bretlandseyjum um þessar mundir, þar sem hjúkrunarfræðingar, kennarar og lestarstarfsmenn krefjast kjarabóta allir á sama tíma.
Bretland Vinnumarkaður Kjaramál Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira