Norðurlönd – afl til friðar Katrín Jakobsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 12. janúar 2023 08:00 Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Utanríkismál Norðurlandaráð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Samstarf Norðurlanda hvílir á sterkum menningarlegum, sögulegum og samfélagslegum tengslum. Norrænt samstarf byggir á þeirri sýn að þegar löndin leggja krafta sína saman skili það auknum árangri í að takast á við mikilvægustu áskoranir samtímans. Í ár gegnir Ísland formennsku í Norrænu ráðherranefndinni en ríkin skiptast á að veita norrænu samstarfi forystu, annars vegar á vettvangi Norrænu ráðherranefndarinnar og hins vegar Norðurlandaráðs. Norrænt samstarf hefur skilað árangri á mörgum sviðum og má þar nefna jafnrétti kynjanna, umhverfismál og almenna velferð í samfélögum okkar. Norrænt samstarf nýtur mikils stuðnings á Norðurlöndum og margar kynslóðir þekkja ekki tilveruna án þess. Mögulega hættir okkur stundum til að taka samstarfinu sem sjálfsögðum hlut en það sprettur þó ekki af sjálfu sér og er ekki sjálfgefið. Það er afrakstur samtals, samvinnu og sameiginlegra ákvarðana sem styrkja okkur sem eitt svæði. Í formennskutíð Íslands árið 2019 samþykktu forsætisráðherrar Norðurlandanna nýja framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf fram til ársins 2030 og á núverandi formennskuári Íslands verður unnið að áherslum sem falla að framtíðarsýninni, en hún snýst um að Norðurlöndin verði sjálfbærasta og samþættasta svæði heims. Þar að auki munum við leggja sérstaka áhersla á frið og mikilvægi friðar sem undirstöðu mannréttinda, velferðar, kvenfrelsis og umhverfis- og loftslagsverndar. Friðarmál eiga að vera einn af hornsteinum norræns samstarfs og saman geta Norðurlöndin talað sterkri röddu fyrir friðsamlegum lausnum og afvopnun. Málefni hafsins og græn umbreyting í nýtingu á auðlindum þess munu fá sérstaka athygli í samræmi við nýlega yfirlýsingu forsætisráðherra norrænu ríkjanna. Ísland mun líka leggja áherslu á nánari samvinnu innan Norðurlanda í loftslagsmálum, sérstaklega á sviði orkuskipta og réttlátra grænna umskipta, þar með talið á vinnumarkaði. Norðurlöndin deila þeirri sýn að réttlát umskipti verði best tryggð með þríhliða samtali og samvinnu stjórnvalda, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Þá verður haldið áfram að sækja fram í stafrænni þróun og lögð áhersla á að finna leiðir til að gera nýjar rafrænar lausnir aðgengilegar öllum þeim sem geta átt erfitt með að tileinka sér slíkar nýjungar, ekki síst fötluðu fólki. Við munum jafnframt leggja ríka áherslu á mannréttindamál, meðal annars með því að vinna gegn því bakslagi sem orðið hefur í réttindabaráttu hinsegin fólks, standa vörð um áunnin réttindi og stuðla að því að auka réttindi þessa hóps, ekki síst transfólks og intersex fólks. Þá verður athyglinni beint að því að Norðurlönd eru skapandi svæði sem leggja áherslu á nýsköpun í menningarlífi. Norðurlandaráð hefur lagt áherslu á að samstarf á sviði menningar og mennta sé undirstaða norrænnar vináttu og samstarfs á milli þjóðanna auk þess sem menning og skapandi greinar gegna æ mikilvægara hlutverki í hagkerfinu. Ísland mun í formennskutíð sinni árið 2023 leggja áherslu á samstarf norrænu landanna um fjölmörg málefni bæði heima fyrir og í alþjóðlegu samstarfi með lýðræði, mannréttindi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Við hlökkum til samstarfsins. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson, samstarfsráðherra Norðurlanda
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun