„Að tapa á móti Val er ekkert til að skammast sín fyrir en ég er ekki sáttur með frammistöðuna“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. janúar 2023 22:05 Viðar Örn Hafsteinsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar svekktur með frammistöðu Hattar í tuttugu og sjö stiga tapi gegn Val í undanúrslitum VÍS-bikarsins. „Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum. Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira
„Valur spilaði góða vörn, þar sem þeir héldu sér fyrir framan okkur og við náðum ekki að svara því sem þeir gerðu. Við vorum að fara allt of mikið inn á miðjuna í staðinn fyrir að fara í kringum þá líkt og við töluðum um í heila viku. Þetta var frábær varnarleikur hjá Val en við gerðum ekki tilraunir á stórum köflum til að reyna að brjóta þá niður heldur vorum við með rassgatið í körfuna lengst fyrir utan teiginn,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson svekktur eftir tap. Viðar hélt áfram að tala um lélega frammistöðu Hattar og hefði viljað að hans menn myndu spila betur fyrir framan frábæra stuðningsmenn Hattar sem fjölmenntu. „Ég var að vonast til þess að þetta gæti verið gaman og ég myndi njóta þess að vera hérna en ég gerði það svo sannarlega ekki. Við fengum frábæran stuðning og það var geggjað hvernig stemmningin var en sorglegt hvernig við framkvæmdum það inni á vellinum.“ Timothy Guers og Matej Karlovic áttu afar lélegan leik og gerðu samanlagt átta stig. „Ég varð fyrir vonbrigðum með þeirra frammistöðu. Þeir komust aldrei í takt og við náðum aldrei að koma þeim í takt og þá var þetta rembingur. Við þurftum að fá meira frá okkar lykilmönnum og þeir eru tveir af þeim.“ Viðar viðurkenndi að lokum að Valur væri með betra lið en Höttur en frammistaða Hattar hefði þó átt að vera betri. „Valur er betri en við í augnablikinu. Valsarar eru ríkjandi Íslandsmeistarar og efstir í deildinni. Það er ekkert til að skammast sín fyrir að tapa á móti Val en við erum ekki sáttir við frammistöðuna,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson að lokum.
Höttur VÍS-bikarinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Sjá meira