Hafa aldrei spilað um verðlaun á HM en nokkrum sinnum munaði svo litlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2023 14:01 Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu á HM 2007 í Þýskalandi þar sem Ísland var svo grátlega nálægt því að spila um verðlaun Getty/Christof Koepsel Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur aldrei unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti og í raun aldrei spilað um verðlaun ólíkt því sem liðið hefur gert oftar en einu sinni á bæði Ólympíuleikum og Evrópumótum. Nú eru verðlaunavæntingar hjá sumum fyrir heimsmeistaramótið sem hefst hjá okkar mönnum í kvöld. Það hafa samt verið nokkur heimsmeistaramót þar sem íslenska liðið hefur verið mjög nálægt því að spila um verðlaun á HM í handbolta. Hér ætlum við að líta aðeins til baka og skoða bestu heimsmeistaramót íslenska landsliðsins til þessa. Íslenska liðið hefur fimm sinnum verið í hópi sex bestu handboltaþjóða heims en bestum árangri náði liðið á HM í Kumamoto í Japan fyrir tæpum 26 árum síðan. Það munaði litlu í Kumamoto en strákarnir okkar hafa þó líklega aldrei verið nærri því að spila um verðlaun en á HM í Þýskalandi árið 2007. Frétt í Tímaum um Gunnlaug Hjálmarsson og íslenska liðið á HM 1961.Skjámynd/timarit.is/Tíminn 6. sæti 1961 Íslenska liðið tók fyrst þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta fyrir 65 árum síðan en íslenska liðið komst fyrst í hóp sex bestu þjóðanna á öðru heimsmeistaramóti þess sem fór fram í gamla Vestur-Þýskalandi í marsmánuði 1961. Íslenska liðið steinlá með ellefu marka mun í fyrsta leik á móti Dönum en vann síðan Sviss og komst þar með áfram í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á því að tryggja sér jafntefli á móti gríðarlega sterku liði Tékka með marki Gunnlaugs Hjálmarssonar örfáum sekúndum fyrir leikslok. Íslenska liðið átti því möguleika á að spila um verðlaun en þær vonir urðu að engu eftir átta marka tap fyrir Svíum í næsta leik og sjö marka sigur í síðasta leiknum á móti Frökkum breytti engu um það. Íslenska liðið spilaði um fimmta sætið á móti Dönum og töpuðu með eins marks mun, 13-14, eftir að hafa verið 13-9 yfir þegar tólf mínútur voru eftir. Íslenska landsliði endaði því í sjötta sæti en Tékkar, liðið sem strákarnir gerðu jafntefli við, fór alla leið í úrslitaleikinn sem Tékkar töpuðu á móti Rúmenum í tvíframlengdum leik. Svíar tóku bronsið. Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiesen fagna sigri á HM í Sviss 1986 en þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið 6. sæti 1986 Íslenska landsliðið hafði ekki átt góð heimsmeistaramót á áttunda áratugnum og missti alveg af HM 1982. Það var hins vegar að koma upp ný kynslóð sem hafði náð fjórða sætinu á sínu fyrsta stórmóti sem voru Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984. Eftir þann árangur voru væntingarnar miklar til liðsisn í Sviss en íslenska liðið fékk áfall í byrjun þegar liðið tapaði stórt á móti Suður-Kóreu í fyrsta leik á HM í Sviss 1986. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter með því að snú þessu við. Sigrar á Tékkum og Rúmenum komu íslenska liðinu í milliriðilinn en eins marks tap á móti Ungverjum og tap fyrir Svíum urðu til þess að liðið spilaði um fimmta sætið en ekki um verðlaun. Stærsti sigur Íslands á HM til þessa tíma, 25-16 sigur á Dönum, breytti engu um það. Íslenska liðið tapaði síðan á móti Spánverjum í leiknum um fimmta sætið. Dagblaðið Vísir fjallaði um árangur íslenska landsliðsins á HM í Kumamoto.Skjámynd/Timarit.is/DV 5. sæti 1997 Íslenska liðið átti magnað heimsmeistaramót í Kumamoto 1997. Liðið vann fjóra af fimm leikjum í riðlinum og fór taplaust inn í útsláttarkeppnina. Þar vann liðið 32-28 sigur á Noregi í sextán liða úrslitunum en tapaði síðan með eins marks mun á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ungverjar töpuðu með tólf mörkum á móti Svíum í undanúrslitunum en íslenska liðið vann bæði Spán og Egypta í leikjum um fimmta til átta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti með sjö sigrar og aðeins eitt tap í níu leikjum sínum á móti. Þetta var og er enn besti árangur Íslands á HM í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Pettersson fagna saman sigri á HM í Þýskalandi 2007.Getty/Christof Koepsel 8. sæti 2007 Næst því að leika um verðlaunasæti var íslenska liðið þó líklegast á HM 2007 í Þýskalandi. Íslenska liðið hafi tryggt sér sigur í riðlinum með átta marka sigri á Evrópumeisturum Frakka en endaði síðan í þriðja sæti í milliriðlinum á eftir Póllandi og Þýskalandi. Í átta liða úrslitunum mætti íslenska liðið Dönum í rosalegum leik. Danir unnu á endanum 42-41 í framlengdum leik þar sem íslenska liðinu þótti á sér brotið í lokaskoti sínu. Alexander Petersson skaut í stöng eftir að augljóslega var brotið á honum og Danir fóru í sókn og skoruðu sigurmarkið. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimmtán mörk í leiknum þar á meðal jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi framlengingu. Íslenska liðið komst ekki yfir vonbrigðin og tapaði bæði fyrir Rússlandi og Spáni í leikjunum um fimmta til átta sætið. Áttunda sætið varð því niðurstaðan en árið eftir átti íslenska liðið eftir að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikunum. 6. sæti 2011 Síðast þegar heimsmeistaramótið fór fram í Svíþjóð, fyrir tólf árum, þá náði íslenska liðið einnig sjötta sætinu. Íslenska liðið byrjaði mótið frábærlega og vann alla fimm leiki sína í riðlinum. Liðið náði ekki að fylgja því eftir og þrír tapleiki í röð í milliriðlinum þýddi að íslenska liðið spilaði ekki um verðlaun heldur um fimmta sætið. Leikurinn um fimmta sætið tapaðist með eins marks mun á móti Króatíu, 33-34, þannig að mótið sem byrjaði á fimm sigrum í röð endaði á fjórum tapleikjum í röð. Sjötta sætið varð samt niðurstaðan sem er annar besti árangur Íslands í sögu HM. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Það hafa samt verið nokkur heimsmeistaramót þar sem íslenska liðið hefur verið mjög nálægt því að spila um verðlaun á HM í handbolta. Hér ætlum við að líta aðeins til baka og skoða bestu heimsmeistaramót íslenska landsliðsins til þessa. Íslenska liðið hefur fimm sinnum verið í hópi sex bestu handboltaþjóða heims en bestum árangri náði liðið á HM í Kumamoto í Japan fyrir tæpum 26 árum síðan. Það munaði litlu í Kumamoto en strákarnir okkar hafa þó líklega aldrei verið nærri því að spila um verðlaun en á HM í Þýskalandi árið 2007. Frétt í Tímaum um Gunnlaug Hjálmarsson og íslenska liðið á HM 1961.Skjámynd/timarit.is/Tíminn 6. sæti 1961 Íslenska liðið tók fyrst þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta fyrir 65 árum síðan en íslenska liðið komst fyrst í hóp sex bestu þjóðanna á öðru heimsmeistaramóti þess sem fór fram í gamla Vestur-Þýskalandi í marsmánuði 1961. Íslenska liðið steinlá með ellefu marka mun í fyrsta leik á móti Dönum en vann síðan Sviss og komst þar með áfram í milliriðil. Íslenska liðið byrjaði milliriðilinn á því að tryggja sér jafntefli á móti gríðarlega sterku liði Tékka með marki Gunnlaugs Hjálmarssonar örfáum sekúndum fyrir leikslok. Íslenska liðið átti því möguleika á að spila um verðlaun en þær vonir urðu að engu eftir átta marka tap fyrir Svíum í næsta leik og sjö marka sigur í síðasta leiknum á móti Frökkum breytti engu um það. Íslenska liðið spilaði um fimmta sætið á móti Dönum og töpuðu með eins marks mun, 13-14, eftir að hafa verið 13-9 yfir þegar tólf mínútur voru eftir. Íslenska landsliði endaði því í sjötta sæti en Tékkar, liðið sem strákarnir gerðu jafntefli við, fór alla leið í úrslitaleikinn sem Tékkar töpuðu á móti Rúmenum í tvíframlengdum leik. Svíar tóku bronsið. Kristján Arason og Þorgils Óttar Matthiesen fagna sigri á HM í Sviss 1986 en þessi mynd birtist á forsíðu Morgunblaðsins.Skjámynd/timarit.is/Morgunblaðið 6. sæti 1986 Íslenska landsliðið hafði ekki átt góð heimsmeistaramót á áttunda áratugnum og missti alveg af HM 1982. Það var hins vegar að koma upp ný kynslóð sem hafði náð fjórða sætinu á sínu fyrsta stórmóti sem voru Ólympíuleikarnir í Los Angeles 1984. Eftir þann árangur voru væntingarnar miklar til liðsisn í Sviss en íslenska liðið fékk áfall í byrjun þegar liðið tapaði stórt á móti Suður-Kóreu í fyrsta leik á HM í Sviss 1986. Íslensku strákarnir sýndu mikinn karakter með því að snú þessu við. Sigrar á Tékkum og Rúmenum komu íslenska liðinu í milliriðilinn en eins marks tap á móti Ungverjum og tap fyrir Svíum urðu til þess að liðið spilaði um fimmta sætið en ekki um verðlaun. Stærsti sigur Íslands á HM til þessa tíma, 25-16 sigur á Dönum, breytti engu um það. Íslenska liðið tapaði síðan á móti Spánverjum í leiknum um fimmta sætið. Dagblaðið Vísir fjallaði um árangur íslenska landsliðsins á HM í Kumamoto.Skjámynd/Timarit.is/DV 5. sæti 1997 Íslenska liðið átti magnað heimsmeistaramót í Kumamoto 1997. Liðið vann fjóra af fimm leikjum í riðlinum og fór taplaust inn í útsláttarkeppnina. Þar vann liðið 32-28 sigur á Noregi í sextán liða úrslitunum en tapaði síðan með eins marks mun á móti Ungverjum í átta liða úrslitunum. Ungverjar töpuðu með tólf mörkum á móti Svíum í undanúrslitunum en íslenska liðið vann bæði Spán og Egypta í leikjum um fimmta til átta sætið. Íslenska liðið endaði því í fimmta sæti með sjö sigrar og aðeins eitt tap í níu leikjum sínum á móti. Þetta var og er enn besti árangur Íslands á HM í handbolta. Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Pettersson fagna saman sigri á HM í Þýskalandi 2007.Getty/Christof Koepsel 8. sæti 2007 Næst því að leika um verðlaunasæti var íslenska liðið þó líklegast á HM 2007 í Þýskalandi. Íslenska liðið hafi tryggt sér sigur í riðlinum með átta marka sigri á Evrópumeisturum Frakka en endaði síðan í þriðja sæti í milliriðlinum á eftir Póllandi og Þýskalandi. Í átta liða úrslitunum mætti íslenska liðið Dönum í rosalegum leik. Danir unnu á endanum 42-41 í framlengdum leik þar sem íslenska liðinu þótti á sér brotið í lokaskoti sínu. Alexander Petersson skaut í stöng eftir að augljóslega var brotið á honum og Danir fóru í sókn og skoruðu sigurmarkið. Snorri Steinn Guðjónsson skoraði fimmtán mörk í leiknum þar á meðal jöfnunarmarkið sem tryggði Íslandi framlengingu. Íslenska liðið komst ekki yfir vonbrigðin og tapaði bæði fyrir Rússlandi og Spáni í leikjunum um fimmta til átta sætið. Áttunda sætið varð því niðurstaðan en árið eftir átti íslenska liðið eftir að vinna silfurverðlaun á Ólympíuleikunum. 6. sæti 2011 Síðast þegar heimsmeistaramótið fór fram í Svíþjóð, fyrir tólf árum, þá náði íslenska liðið einnig sjötta sætinu. Íslenska liðið byrjaði mótið frábærlega og vann alla fimm leiki sína í riðlinum. Liðið náði ekki að fylgja því eftir og þrír tapleiki í röð í milliriðlinum þýddi að íslenska liðið spilaði ekki um verðlaun heldur um fimmta sætið. Leikurinn um fimmta sætið tapaðist með eins marks mun á móti Króatíu, 33-34, þannig að mótið sem byrjaði á fimm sigrum í röð endaði á fjórum tapleikjum í röð. Sjötta sætið varð samt niðurstaðan sem er annar besti árangur Íslands í sögu HM.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn