Nýsköpunarverkefni ráðherra skjóti skökku við þegar minnka þarf kennslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 20:30 Háskólaráðherra hefur úthlutað rúmum milljarði króna í 25 nýsköpunarverkefni hjá háskólum landsins. Stúdentar segja skjóta skökku við að miklum fjármunum sé varið í slík verkefni þegar háskólarnir ná ekki endum saman og geti ekki veitt stúdentum grunnþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“ Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra kynnti í morgun úthlutun 1,2 milljarða króna til aukins samstarfs háskóla. Verkefnin sem hlutu styrki voru 25 talsins en 48 umsóknir bárust. Meðal þeirra verkefna sem fengu styrk eru að nemendur geti tekið námskeið í meistaranámi við marga skóla samtímis, fjölgun nemenda í heilbrigðisvísindum með nýjum færnibúðum, ný námsbraut fyrir kvikmynda- og tölvuleikjagerð, nýtt meistaranám í netöryggi, háskólanám í þágu fiskeldis, samstarf um nýtingu rannsóknarinnviða á Íslandi og svo mætti lengi telja. Öll verkefnin eru samstarfsverkefni milli minnst tveggja háskóla. „Með þessu erum við kannski að prófa að taka öðruvísi skref til hvatafjármagns, að hvetja skólana til samstarfs og bjóða þannig upp á fjármagn,“ segir Áslaug Arna. Niðurskurður í kennslu í vændum Stúdentar við Háskóla Íslands, sem er aðili að 20 af 25 verkefnanna, fagna úthlutuninni þó meira þurfi til. „Þar finnst okkur skjóta skökku við að hægt sé að finna pening í svona stóran sjóð á sama tíma og háskólinn berst í bökkum við að halda uppi grunnstarfsemi sinni,“ segir Rebekka Karlsdóttir, forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. „Við sjáum boðaðan niðurskurð í kennslu hjá okkur á nánast öllum sviðum og deildum háskólans. Við sjáum enn meiri niðurskurð ef það verður ekki brugðist við með viðeigandi hætti. Það er grafalvarlegt. Þetta er stærsti háskóli Íslands. Þarna er ákveðin grunnstarfsemi sem þarf að halda uppi og undirfjármögnunin birtist í því að háskólinn getur ekki sinnt henni sem skyldi.“ Hríðfellur niður listann yfir bestu háskóla heims Háskólinn er nú í sæti 501 til 600 yfir bestu háskóla heims. Hann náði hæstu hæðum árið 2018 og var þá í sæti 201 til 250. Háskólinn hefur þó í gegnum árin stefnt að því að ná inn á topp 100 listann en það virðist ekki vera á sjóndeildarhringnum miðað við þessa þróun. Og stúdentar segja þetta bein áhrif áralangrar vanfjármögnunar. „Þegar það vantar fjármagn í að halda uppi kennslu og sinna rannsóknum bæði hér í háskólanum og ekki síður hjá Landspítalanum eru þetta afleiðingarnar,“ segir Rebekka. „Á sama tíma og við erum sammála ráðherra að við höfum alla burði til að vera hér með háskólamenntun á heimsmælikvarða þá verður fjármögnunin að fylgja.“ Vantar 1,7 milljónir fyrir hvern nema til að ná Norðurlöndunum Fjármögnunin sé langt frá því sem tíðkist í löndunum sem við berum okkur saman við. „Ísland nær ekki meðaltali OECD ríkjanna þegar kemur að fjármögnun til háskólastigsins. Við erum langt frá því að ná Norðurlöndunum þannig að þetta er eitthvað sem þarf að bæta og það liggur mjög mikið á,“ segir Rebekka. Á Norðurlöndunum veiti hvert ríki háskólum að meðaltali 4,6 milljónir íslenskra króna fyrir hvern ársnema en hér á Íslandi eru það 2,9 milljónir að meðaltali. Endurskoða þurfi reiknilíkan háskólanna, kerfið sem ræður því hvernig fjárveitingum er háttað. „Við höfum beðið eftir því frá síðasta kjörtímabili en það hefur ekki gerst ennþá. Ráðherra hefur boðað að þetta verði áhersluatriði í hennar ráðuneyti sem við fögnum mjög mikið.“
Háskólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Skóla - og menntamál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira