Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2023 23:00 Peppaður Bjarki Már lætur hinn unga Costa heyra það eftir að hafa skorað mikilvægt mark. vísir/vilhelm Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli. Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti