Skýrsla Henrys: Eurovision-stemningin heldur áfram af fullum krafti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. janúar 2023 23:00 Peppaður Bjarki Már lætur hinn unga Costa heyra það eftir að hafa skorað mikilvægt mark. vísir/vilhelm Ég er á mínu sextánda stórmóti í handbolta en gæsahúðin sem ég fékk fyrir leik í Kristianstad í kvöld er ekki mjög algeng. Þvílík umgjörð og stemning sem Íslendingarnir í stúkunni buðu upp á. Við vorum svo sannarlega á heimavelli. Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Það eru ofboðslegar væntingar til íslenska liðsins fyrir mótið og strákarnir gera klárlega miklar væntingar til sín sömuleiðis. Það sást í fyrri hálfleik. Það var helvítis frumsýningarskrekkur í strákunum okkar. Þeir voru svolítið stífir og leikur liðsins á köflum þvingaður. Þrátt fyrir stressið voru þeir yfir. Í stöðunni 6-2 fór allt í skrúfuna og Portúgal jafnaði 7-7. Slæmi kaflinn kom óvenju snemma í þessum leik. Það var algjörlega óþolandi að staðan væri 15-15 í hálfleik. Það sáu allir sem vildu að íslenska liðið var sterkara. Strákarnir voru aftur á móti sjálfum sér verstir og skutu sig í fótinn hvað eftir annað. Þeir hefðu átt að leiða með 5-6 mörkum en þetta var hálfleikur hinna glötuðu tækifæri. Ég efast ekki um að þetta var erfitt sjónvarpsáhorf fyrir hjartveika. Er upp var staðið héldu taugarnar og sanngjarn sigur kom í hús. Björgvin Páll sýndi enn og aftur að hann er maður stóra leikjanna og varði risabolta á lokakaflanum. Það kom á óvart að hann skildi byrja leikinn en hann sýndi vel í þessum leik af hverju hann fær enn traustið. Bjarki Már Elísson var valinn maður leiksins. Algjörlega hörmulegur í fyrri hálfleik en steig heldur betur upp í þeim síðari og sýndi hversu sterkur hann er andlega. Dásamlegt á að horfa. Ómar Ingi er með þjóðina á bakinu. Hún ætlast til þess að hann beri liðið í draumalandið. Það er þungur kross að bera. Hinn æðrulausi Ómar lætur þó ekkert taka sig ur jafnvægi. Markið sem hann skoraði til að klára leikinn verður sýnt í stiklum næstu áratugina. Þvílík unun að horfa á manninn spila handbolta. Það höfðu margir áhyggjur af vörninni eftir leikina við Þýskaland. Það reyndust óþarfa áhyggjur. Þessir meistarar mæta í alvöru leiki með „íslensku geðveikina“ (© Björgvin Páll) og þá er erfitt að eiga við þá. Elvar Örn og Elliði báðir magnaðir og Ýmir skilaði sínu sömuleiðis. Erfiðum leik lauk með sterkum sigri. Þetta eru tvö stig í milliriðil. Frábært að byrja á réttan hátt þó svo liðið hafi ekki átt sinn besta dag. Það hefði verið gaman að sjá Guðmund rúlla meira á liðinu en það koma tækifæri til þess síðar. Íslendingar dreyma um verðlaun og þeir munu gera það áfram. Það á að láta sig dreyma. Hugsa stórt. Það er líka innistæða fyrir því þar sem liðið okkar er frábært. Það verður afar áhugavert að sjá hvað strákarnir bjóða okkur upp á næst.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira