Viltu vera fráflæðisvandi? Ingibjörg Gréta Gísladóttir skrifar 13. janúar 2023 10:01 Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Leikhús Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við stöndum öll saman á sviðinu í lok sýningarinnar „Ég lifi enn - sönn saga” í Tjarnarbíói og hlustum á lokaræðu verksins fá margir leikhúsgestir hláturskast þegar við spyrjum hvort einhver vilji vera fráflæðisvandi og svari nú hver fyrir sig. En svona eru nú engu að síður umræður um eldra fólk dags daglega í fjölmiðlum, til að mynda. Við spyrjum um fleira, förum orðrétt með samtöl og lesum upp bréf sem hafa verið skrifuð til að auðvelda skilning aðstandenda á ástandi og aðbúnaði ættingja sinna. Það dásamlega við að æfa leiksýningu sem þessa er að maður fær nýja sýn og nýjar upplifanir í hvert sinn sem við rennum henni. Leiklistin er upplifun augnabliksins og er hér flutningur verks sem telur 70 mínútur, byggt á tveggja ára þróunarvinnu. Aðstandendur sýningarinnar fóru í rannsóknarvinnu um málefnið, héldu námskeið fyrir eldra fólk og fengu sögur í kaupbæti. Það er því allt satt, rétt og raunverulegt sem kemur fram í verkinu. Leikhús sem speglar samtímann Þótt mér finnist það merkilegt að standa aftur á sviði með bekkjarsystrum mínum úr Leiklistarkóla Íslands nú 31 ári síðar þá bliknar það í samanburði við málefni verksins. Málefni sem ég þekki mjög vel eftir að hafa fylgt nokkrum ættingjum í gegnum kerfið, en þar sem ég, 56 ára ung konan, er nú ættmóðirin í minni fjölskyldu þá tel ég þessu ferli lokið þar til ég geng sjálf inn í þetta tímabil. Þeir sem eiga ættingja komna yfir sjötugt geta flýtt fyrir sér á margan hátt með því að koma í Tjarnarbíó og upplifa sýninguna. Við erum nefnilega ekki ein í þessum sporum, heldur mörg. Mér er þakklæti efst í huga að vera þátttakandi í verki eins og „Ég lifi enn - sönn saga”, þakklæti og auðmýkt. Hér er leikhúsið að bjóða upp á samræður, spegla samtímann og veita málefni eldra fólks athygli sem er vel. Sýningin hefur fallið vel í kramið hjá gestum á öllum aldri og hefur fengið glimrandi viðtökur. Sjálfstæðu leikhúsin eiga Hauk í horni í Tjarnarbíói eða Hauka í hornum og vil ég hvetja alla að veita leikhúsinu athygli sem og verkum eins og ,,Ég lifi enn - sönn saga. Höfundur er leikkona.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar