Heimgreiðslur fyrir hafnfirska foreldra Kristín Thoroddsen skrifar 13. janúar 2023 15:31 Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Góð þjónusta við barnafjölskyldur er mikilvæg til að bæjarfélag vaxi og dafni í takt við þróun samfélagsins. Í Hafnarfirði er lögð rík áhersla á góða þjónustu við bæjarbúa bæði unga sem aldna og er val íbúa um fjölbreyttar leiðir þar mikilvægt. Góð og gagnleg umræða um fyrstu fimm ár barnsins hefur verið í samfélaginu þar sem bent hefur verið á mikilvægi þess að foreldrar verji meiri tíma með ungum börnum sínum og vinni að góðri tengslamyndun. Eftir að fæðingarorlofi foreldra líkur er mikilvægt að foreldrar hafi val um fjölbreyttar leiðir fyrir börn sín sem hentar hverjum og einum þar til barnið hefur fengið boð um leikskólapláss. Til að auka val foreldar og tryggja fjölbreyttar leiðir hefur Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkt heimgreiðslur til foreldrar eftir að fæðingarorlofi þeirra líkur, frá 12 mánaða til 30 mánaða aldurs eða þar til barn fær pláss hjá dagforeldri eða hefur skólagöngu í leikskóla. Upphæð niðurgreiðslunnar er sú sama og fylgir barni hjá dagforeldri. Við teljum að með þessu séum við að styrkja barnafjölskyldur, bjóða uppá fjölbreyttar leiðir og leggja okkar að mörgum við að efla enn frekar tengslamyndun barns og foreldris hafi þeir möguleika til að vera lengur heima með börnum sínum. Niðurgreiðsla til dagforeldra hækkuð Dagforeldrar sinna mikilvægu og góðu starfi en í Hafnarfirði eru starfandi 26 dagforeldrar. Dagvistun hjá dagforeldrum er ávallt val foreldra og því mikilvægt að styðja vel við starfsumhverfi þeirra. Hafnarfjarðarbær hefur nú þegar samþykkt stofnstyrk til dagforeldra til að styrkja starf þeirra sem gera samning við bæjarfélagið. Með þessu er vonast til að enn fjölgi í hópi dagforeldra í stækkandi bæjarfélagi. Um áramótin hækkaði niðurgreiðsla til dagforeldra um 23% en það er liður í því að standa með barnafjölskyldum í Hafnarfirði. Áfram verður unnið að því að styrkja dagvistunarúrræði í Hafnarfirði meðal annars með því að auka sveigjanlegan vistunartíma, samhliða því er unnið að þróun og endurskoðun leikskólastarfsins, börnum og starfsfólki til heilla. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar.
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun