Fór í gegnum allan tilfinningaskalann Valur Páll Eiríksson skrifar 14. janúar 2023 07:02 Sara Björk hefur leikið 145 landsleiki, fleiri en nokkur annar. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna í gær, hefur farið í gegnum allan tilfinningaskalann á löngum ferli. Fyrsta Evrópumótið stendur upp úr. Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Hin 32 ára gamla Sara Björk spilaði sinn fyrsta landsleik 16 ára gömul árið 2007 og hefur því verið í landsliðinu hálfa ævina. Hún kveður liðið sem leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Íslands en hvað hefur staðið upp úr á 16 ára ferli? „Það helsta sem stendur upp úr er leikurinn þegar við tryggðum okkur fyrst á EM. Við tryggðum okkur 2008 og spiluðum fyrst á stórmóti 2009 í Finnlandi. Ég held að það sé eitt af eftirminnilegustu atvikum sem maður man eftir,“ segir Sara Björk. Hún á þar við 3-0 sigur Íslands á Írlandi í október 2008 sem var leikinn á gaddfreðnum Laugardalsvelli. Ísland fór þá fyrst á EM í kjölfarið, sumarið 2009. „Þegar ég var að taka þessa ákvörðun var það efst í huga mér, að vera hluti af því og skrifa í sögubækurnar þar. Það var mjög stórt og eftirminnilegt,“ segir Sara Björk. Síðasti landsleikur Söru Bjarkar var við Portúgal ytra þar sem Ísland tapaði í umspili um HM sæti. Er ekki súrsætt að enda á þeim leiðinlega leik? „Ferillinn er búinn að vera sætur og súr. En það er það sem gerir hann skemmtilegan. Það er búið að vera ótrúlega mörg atvik þar sem hefur verið gleði, sigrar og afrek, svo er líka búið að vera mjög súrt og maður er búinn að gráta og ganga í gegnum allt saman,“ segir Sara Björk. „Það verður skrýtið að skilja við liðið og stelpurnar; yngri stelpurnar og þær eldri sem maður er búinn að spila með öll þessi ár. Starfsliðið sem hefur komið að okkur sem við værum ekki að gera neitt án, og allir sem eru búnir að taka þátt í þessu með mér. Það verður svolítið sorglegt að skilja við það, en á sama tíma finn ég að þetta er rétt ákvörðun,“ segir Sara Björk. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta KSÍ Tímamót Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira