Kári: „Fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg“ Siggeir Ævarsson skrifar 14. janúar 2023 18:49 Kári sækir hér gegn Hlyn Bæringssyni í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Kári Jónsson fyrirliði Vals fór fyrir sínum mönnum í dag þegar Valsmenn unnu sinn fyrsta bikarmeistaratitil í 32 ár. Kári var valinn maður leiksins, en hann var stigahæstur á vellinum með 22 stig, og bætti við 7 stoðsendingum og 4 fráköstum. Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn. Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Aðspurður sagði hann að honum hefði þó aldrei liðið neitt sérstaklega vel á vellinum í dag. „Eiginlega aldrei vel! Þetta var djöfulsins harka allan tímann og þeir gefast aldrei upp. En við sýndum það að við erum með stórt liðshjarta og vildum þetta ógeðslega mikið og unnum að lokum.“ Kári meiddist undir lok fyrri hálfleiks og var tvísýnt hvort hann gæti yfirhöfuð haldið áfram. Kári sagðist í raun ekki hafa hugmynd um hvort meiðslin væru alvarleg, hann hefði ekki haft neinn tíma til að vera meiddur. „Ég veit það ekki, við sjáum til á morgun. Þetta var vont núna en ég hafði ekki tíma í það, bara áfram gakk!“ Kári fór meiddur af velli í fyrri hálfleik sneri aftur eftir hlé.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru með breiðan hóp og Kári sagði að allir sigrar hjá þeim þetta tímabilið væru liðssigrar, þar sem allir væru að berjast fyrir hvern annan. „Það eru allir sigrar hjá okkur þannig núna, þetta er allt orðið svona. Við gerum þetta saman, elskum að berjast fyrir hvern annan. Þannig fáum við orkuna, fáum gleðina. Þannig finnst okkur þetta skemmtilegast.“ Stjörnumenn eru með nokkuð afgerandi leikmenn í miðherjastöðunni, en þeir höfðu ekki mikil áhrif á leikinn í dag, eða hvað? „Jú það hafði eiginlega fullt af áhrifum. Þeir voru að taka helling af fráköstum og það mjög erfitt að vera að taka á þeim allt í teignum. En bara fullt kredit á þá, þeir gerðu mjög vel og flott „game plan“ hjá þeim eiginlega allan leikinn. „Respect“ á þá.“ Létu Valsmenn þetta kannski bara líta út fyrir að vera auðveld barátta í teignum? „Ég veit það ekki,“ – sagði Kári og hló. „Ég verð eiginlega að sjá þetta aftur. Mér fannst við ekkert spila frábærlega en við gerðum nóg.“ Já Valsmenn gerðu sannarlega nóg í þessum jafna og spennandi leik, og uppskáru sigur að lokum og bikarmeistaratitilinn.
Valur VÍS-bikarinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira