Aron: Ætla ekki að kenna því um Smári Jökull Jónsson skrifar 14. janúar 2023 21:58 Aron skoraði þrjú mörk í leiknum. Vísir/Vilhelm Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins var svekktur eftir tapið gegn Ungverjum í kvöld. Hann sagði tapaða bolta og dauðafæri hafa verið dýr. „Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Við klikkum á dauðafærum og köstum einhverjum boltum frá okkur líka. Við föllum til baka í vörninni. Við vitum hvað þeir eru að spila og erum með þá nánast allan leikinn en dettum aðeins til baka. Kannski einhver þreyta, farnir að síga. Mér finnst það gefa auga leið síðustu tíu,“ sagði Aron í samtali við Stefán Árna Pálsson í Kristianstad eftir leik. Aroni fannst íslenska liðið vera með svör við varnarleik Ungverja lengst af. „Að ná ekki að halda leikskipulagi í sextíu mínútur er pirrandi þar sem við spiluðum vel og mér fannst við vera með svör við þeirra varnarleik. Ég er drullufúll að hafa ekki náð að klára þetta.“ Aron sagði ekki um vanmat að ræða þó svo að Ísland hafi verið komið í góða stöðu en strákarnir okkar leiddu með fimm mörkum í hálfleik. „Í raun ekki, það var allavega talað um það í hálfleik. Við ættum að vera komnir lengra en það að halda að við værum komnir með eitthvað að vera fimm mörkum yfir í hálfleik. Við erum eldri og reyndari og betri í hausnum en það, þannig að ég ætla ekki að fá að kenna því um.“ Eftir tapið í kvöld eru möguleikar Íslands á að fara með fjögur stig í milliriðil ekki lengur til staðar. Aron er fyrirliði og Stefán Árni spurði hann hvort það væri ekki hans hlutverk núna að koma strákunum aftur í gang. Klippa: Viðtal - Aron Pálmars eftir Ungverjaland „Ég þarf ekkert að gera það, við vitum það allir. Þetta er önnur leið sem við þurfum að fara núna. Það hefði verið frábært að vinna þennan leik og vera komnir áfram með fjögur stig. Við ætlum bara að vinna Suður-Kóreu og fara áfram í milliriðil með tvö stig, þá er bara allt opið.“ „Við vildum fara með fjögur og það augljóslega gengur ekki. Það er nóg eftir af mótinu og við förum inn í milliriðil þar sem við getum unnið öll liðin,“ sagði Aron að lokum.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Tengdar fréttir „Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48 Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32 Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Sjá meira
„Allt sem hrunið gat hrundi og ég get ekki lýst því hvað ég er svekktur“ Bjarki Már Elísson var að vonum niðurlútur eftir tveggja marka tap Íslands fyrir Ungverjalandi, 28-30. Íslendingar voru yfir nánast allan leikinn en Ungverjar voru sterkari undir lokin og skoruðu síðustu fim mörk leiksins. 14. janúar 2023 21:48
Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Draumur í fyrri breyttist í martröð í lokin Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði með tveggja marka mun á móti Ungverjum, 28-30, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 14. janúar 2023 21:32