Skýrsla Stefáns: Martraðarmínútur í Kristianstad Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2023 22:30 Sigvaldi Guðjónsson sækir að marki Ungverja. Vísir/Vilhelm Kvöldið fór sannarlega vel af stað í Kristianstad Arena í kvöld þegar Íslendingar mættu Ungverjum í 4700 manna höll í Svíþjóð. Það var ekki að sjá að leikurinn færi fram í öðru landi þar sem Íslendingarnir gjörsamlega hertóku höllina og rúmlega 2500 Íslendingar settu svip sinn á alla umgjörð í kringum leikinn. Svo kom að þjóðsöngvunum og fyrst var það sá íslenski. Þá gerði maður sér grein fyrir því hversu ótrúlegur stuðningurinn yrði í stúkunni í kvöld. Íslensku stuðningsmennirnir sungu hátt og vel með og Ungverjarnir strax lentir undir í baráttunni. Heimavöllur pic.twitter.com/0MCYzxvFKZ— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) January 14, 2023 Svo byrjaði leikurinn og Bjarki Már Elísson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði þrjú fyrstu mörk okkar í leiknum og staðan 3-1. Salurinn ætlaði þarna að springa. Á þessum tíma var undirritaður búinn að vera með stanslausa gæsahúð í góðan hálftíma. Ungverjarnir erfiðir á köflum og þá sérstaklega tröllið Bence Banhidi á línunni. Ef hann fékk ekki boltann þá dróg hann varnarmenn landsliðsins í sig og plássið opnaðist fyrir skyttur liðsins. Í stöðunni 8-8 vaknaði Björgvin Páll Gústavsson og fór að verja vel. Þarna kom æðislegur kafli hjá íslenska liðinu og við komin 13-8 yfir. Fimm í röð og Bjarki og Sigvaldi að fara inn úr öllum færum í horninu og skora. Orkan í salnum var slík að það var ekki hægt að spila illa fyrir íslenska landsliðið. Þeir héldu út og munaði fimm mörkum í hálfleik 17-12. Enginn slæmur kafli og menn héldu haus. Svipuð staða til að byrja með í seinni en mark númer 19 hjá Íslandi segir margt. Elliði Snær Viðarsson fær boltann á miðjunni og hikar ekki í eina sekúndu. Skýtur boltanum með öfugum snúningi og hann fellur svona skemmtilega niður og í markið. Þetta segir svo margt, það er alvöru sjálfstraust í liðinu. Þetta eru ofurmenni. Sumar fintur hjá Gísla Þorgeiri og Ómari Inga Magnússyni í þessum leik eiga heima á listasafni, það er hrein unun að fylgjast með þeim brjóta sér leið í gegnum varnir. Munurinn sex mörk 25-19 þegar 17 mínútur voru eftir. Allt upp á tíu fram að þessu en þá bara gerðist eitthvað, eitthvað slæmt. Ungverjarnir þéttu vörnina og Roland Mikler fór að verja í markinu, eitthvað sem hann hafði ekki gert allan leikinn. Jú, við erum að tala um slæman kaflann. Hann er mættur. Hann fór það illa að Ungverjar komast yfir 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Á þessum kafla gekk bara ekkert upp. Menn að kasta boltanum út af, skotin ekki góð og bara leikurinn fór frá okkur. Eftir einstakan dag í Kristianstad þurfa menn að bíta í það súra epli að Ungverjar vinna okkur enn eina ferðina. Og það er vont, ógeðslega vont. 30-28 lokatölur. Ungverjar unnu síðustu 18 mínútur leiksins 11-3, ég endurtek 11-3. Þarna voru leikmenn þreyttir og ákvarðatökur, skot og fleira eftir því. Og nokkrir ónotaðir á bekknum. Mögulega mistök að setja ekki ferskar fætur inn á. Tvö stig í riðlinum og einn leikur eftir. En staðan er þannig að við förum með tvö stig í milliriðilinn og þá er bara eitt í stöðunni. Við þurfum að vinna Svía þar. Ef við ætlum okkur langt. Það verður erfitt að sofna eftir þetta kvöld, en ég er jákvæður maður og sá íslenska landsliðið spila ótrúlegan góðan handbolta stóran hluta af leiknum. Það er von. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Það var ekki að sjá að leikurinn færi fram í öðru landi þar sem Íslendingarnir gjörsamlega hertóku höllina og rúmlega 2500 Íslendingar settu svip sinn á alla umgjörð í kringum leikinn. Svo kom að þjóðsöngvunum og fyrst var það sá íslenski. Þá gerði maður sér grein fyrir því hversu ótrúlegur stuðningurinn yrði í stúkunni í kvöld. Íslensku stuðningsmennirnir sungu hátt og vel með og Ungverjarnir strax lentir undir í baráttunni. Heimavöllur pic.twitter.com/0MCYzxvFKZ— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) January 14, 2023 Svo byrjaði leikurinn og Bjarki Már Elísson byrjaði leikinn með látum þegar hann skoraði þrjú fyrstu mörk okkar í leiknum og staðan 3-1. Salurinn ætlaði þarna að springa. Á þessum tíma var undirritaður búinn að vera með stanslausa gæsahúð í góðan hálftíma. Ungverjarnir erfiðir á köflum og þá sérstaklega tröllið Bence Banhidi á línunni. Ef hann fékk ekki boltann þá dróg hann varnarmenn landsliðsins í sig og plássið opnaðist fyrir skyttur liðsins. Í stöðunni 8-8 vaknaði Björgvin Páll Gústavsson og fór að verja vel. Þarna kom æðislegur kafli hjá íslenska liðinu og við komin 13-8 yfir. Fimm í röð og Bjarki og Sigvaldi að fara inn úr öllum færum í horninu og skora. Orkan í salnum var slík að það var ekki hægt að spila illa fyrir íslenska landsliðið. Þeir héldu út og munaði fimm mörkum í hálfleik 17-12. Enginn slæmur kafli og menn héldu haus. Svipuð staða til að byrja með í seinni en mark númer 19 hjá Íslandi segir margt. Elliði Snær Viðarsson fær boltann á miðjunni og hikar ekki í eina sekúndu. Skýtur boltanum með öfugum snúningi og hann fellur svona skemmtilega niður og í markið. Þetta segir svo margt, það er alvöru sjálfstraust í liðinu. Þetta eru ofurmenni. Sumar fintur hjá Gísla Þorgeiri og Ómari Inga Magnússyni í þessum leik eiga heima á listasafni, það er hrein unun að fylgjast með þeim brjóta sér leið í gegnum varnir. Munurinn sex mörk 25-19 þegar 17 mínútur voru eftir. Allt upp á tíu fram að þessu en þá bara gerðist eitthvað, eitthvað slæmt. Ungverjarnir þéttu vörnina og Roland Mikler fór að verja í markinu, eitthvað sem hann hafði ekki gert allan leikinn. Jú, við erum að tala um slæman kaflann. Hann er mættur. Hann fór það illa að Ungverjar komast yfir 29-28 þegar fjórar mínútur voru eftir. Á þessum kafla gekk bara ekkert upp. Menn að kasta boltanum út af, skotin ekki góð og bara leikurinn fór frá okkur. Eftir einstakan dag í Kristianstad þurfa menn að bíta í það súra epli að Ungverjar vinna okkur enn eina ferðina. Og það er vont, ógeðslega vont. 30-28 lokatölur. Ungverjar unnu síðustu 18 mínútur leiksins 11-3, ég endurtek 11-3. Þarna voru leikmenn þreyttir og ákvarðatökur, skot og fleira eftir því. Og nokkrir ónotaðir á bekknum. Mögulega mistök að setja ekki ferskar fætur inn á. Tvö stig í riðlinum og einn leikur eftir. En staðan er þannig að við förum með tvö stig í milliriðilinn og þá er bara eitt í stöðunni. Við þurfum að vinna Svía þar. Ef við ætlum okkur langt. Það verður erfitt að sofna eftir þetta kvöld, en ég er jákvæður maður og sá íslenska landsliðið spila ótrúlegan góðan handbolta stóran hluta af leiknum. Það er von.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira