Sigfús: Vantar líkt og áður plan B hjá þjálfarateyminu Hjörvar Ólafsson skrifar 15. janúar 2023 15:12 Sigfús telur eðlilegar ástæður fyrir því að það hafi vantað bensín á tankinn hjá leikmönnum íslenka liðsins í gær. Vísir/VIlhelm Ísland tapaði á sárgrætilegan hátt fyrir Ungverjalandi í annarri umferð í riðlakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta karla í Kristianstad í gærkvöldi. Handkastið fékk Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmann í handbolta til þess að rýna í leikinn. „Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan: HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
„Það er ýmislegt sem fór úrskeiðis að mínu mati, bæði eru það djúpstæð vandamál, sem ég hef talið vera að í íslenskum handbolta í langan tíma, og svo hitt að við notum einungis níu leikmenn í þessum leik. Mér fannst það bíta okkur í rassinn á lokakafla leiksins,“ sagði Sigfús um ástæður þess að svo fór sem fór gegn Ungverjum. „Að mínu mati vantaði lausnir af varamannabekknum, líkt og hefur gerst áður, þegar á móti blés. Utan frá séð, það er frá mínum bæjardyrum, þá lítur út fyrir að þjálfarateymið sé ekki með plan B ef að varnarleikurinn eða sóknarleikurinn er ekki að virka í leikjum liðsins,“ sagði hann enn fremur. Sigfús beinir spjótum sínum að þjálfarateyminu. Vísir/Vilhelm „Hér áður fyrr gat landsliðið skipt yfir í 5-1 vörn, 3-2-1 vörn eða 4-2 vörn til þess að brjóta leikina upp. Það virðist ekki vera til staðar, allavega ekki í þessum leikjum gegn Portúgal og Ungverjalandi. Þegar eitthvað er að klikka þá er ekki til staðar plan B, C eða D, hvorki í vörn eða sókn eins og ég sagði áðan,“ sagði Sigfús sem var á árum áður öflugur línumaður og mikilvægur hlekkur í vörn íslenska landsliðsins. „Til að mynda þegar þú ert með stórar og öflugar skyttur sem eru að skjóta og skora af níu metrunum, eins og gerðist gegn Ungverjum í gær, þá verður einhvern veginn að bregðast við því. Það var ekkert viðbragð við því að rétthenta skyttan þeirra var að skora trekk í trekk. Þetta er að mínu mati vandamál sem á rætur sínar að rekja til yngri flokka starfsins hér heima. Leikmenn eru ekki þjálfaðir nógu vel í að bregðast við mismunandi aðstæðum í leikum. Þetta er eitthvað sem þarf að leggjast yfir og laga í framhaldinu. Þá kemur að stefnumótun og þjálffræði almennt bara hérlendis í íslenskum handbolta. Þetta þarf handboltasamband Íslands að skoða í samstarfi við félögin að mínu viti. Það þarf að kenna fleiri en eina tegund að varnarleik til dæmis og byrjar á því í yngriflokkastarfinu hjá félögunum. Þá þarf að kenna leikmönnum á sértækan hátt að geta breytt um stíl í varnarleiknum og sóknarleikum í miðjum leik,“ sagði Sigfús lausnamiðaður. Ýmir Örn Gíslason er í lykilhlutverki í varnarleik íslenska liðsins. Visir/Vilhelm „Leikmenn geta hins vegar ekki falið sig bakvið þjálfarateymið eða ákvarðanir þeirra varðandi taktík og dreifingu á álagi. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem þeir ræða það í viðtölum við fjölmiðla eftir leik að þeir hafi verið þreyttir á ögurstundu. Þá hafa leikmenn ekki verið að standa við þá ábyrgð þeirra að mæta til leiks á heimsmeistaramótið í nægilega góðu líkamlegu formi til þess að standast það álagi sem er á mótinu. Það er hins vegar svoleiðis að íslensku leikmennirnir eru minni og léttari en leikmenn andstæðinganna heilt yfir. Af þeim sökum er ekkert óeðlilegt að árásir leikmanna á borð við Gísla Þorgeirs og Ómars Inga verða veikari eftir því sem líða tekur á leikinn. Líkamlegt atgervi þeirra leikmanna sem standa vaktina er svo ekki nægilega sterkt til þess að takast á við andstæðingana allan leikinn. Það segir sig sjálft að það munar um þessi 10-15 kíló sem munar. Þá kemur aftur að þeirri vangaveltu hvers vegna þjálfarateymið er ekki með plan B, C eða D til þess að bregðast við því að lykilleikmenn í vörn og sókn séu orðnir þreyttir á lokakafla leikjanna. Það veldur mér áhyggjum fyrir framhaldið,“ segir fisksalinn um þróun mála. Gísli Þorgeir Kristjánsson freistar þess að brjótast í gegnum ungverska varnarmúrinn. Vísir/Vilhelm Þáttinn í heild sinni þar sem leikurinn var krufinn með Arnari Sveini Geirssyni og Jóhanni Má Helgasyni, þáttastjórnendum úr Dr. Football, má nálgast hér að neðan:
HM 2023 í handbolta Handkastið Landslið karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti