Sport

Dag­skráin í dag: Seinni bylgjan og NBA 360 með Kjartani Atla og Sigurði Orra

Smári Jökull Jónsson skrifar
Svava Kristín og sérfræðingar hennar í Seinni Bylgjunni fjalla um Olís-deild kvenna í handknattleik.
Svava Kristín og sérfræðingar hennar í Seinni Bylgjunni fjalla um Olís-deild kvenna í handknattleik. Vísir

Handbolti kvenna, rafíþróttir og ítalska Serie A deildin er meðal þess sem íþróttarásir Stöðvar 2 bjóða upp á í dag. Þá verður NBA 360 á dagskrá þar sem þeir Kjartan Atli og Sigurður Orri verða í eldlínunni.

Stöð 2 Sport

Klukkan 20:00 verður Seinni Bylgjan á dagskrá þar sem farið verður yfir allt það helsta í Olís-deild kvenna í handknattleik. Svava Kristín verður á sínum stað ásamt gestum en það hafa orðið nokkrar sviptingar á toppi deildarinnar á undanförnu og spennan farin að magnast.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 19:30 verður þátturinn NBA 360 sýndur beint þar sem sýnt verður beint frá nokkrum leikjum í NBA-deildinni í körfuknattleik. Kjartan Atli Kjartansson og Sigurður Orri Kristjánsson verða við stjórnvölinn og lýsa því sem fyrir augu ber en sýnt verður frá nokkrum leikjum í beinni útsendingu og farið yfir öll helstu atvikin.

Stöð 2 Sport 3

Bein útsending klukkan 19:35 frá leik Empoli og Sampdoria í Serie A deildinni á Ítalíu.

Stöð 2 Esport

Gametíví er á dagskrá klukkan 20:00 og má búast við lífi og fjöri þar eins og vani er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×