Brown fór með hlutverk Stan Valchek, lögreglustjórans í Baltimore, í þáttunum The Wire sem framleiddir voru á árunum 2002 til 2008 af HBO. Brown birtist í um tuttugu þáttum.
Jenny, dóttir Brown, staðfestir andlátið í samtali við bandaríska fjölmiðla. Hún segir föður sinn hafa andast í Las Vegas og að hann hafi glímt við Alzheimer um árabil.
Brown hóf leikaraferil sinn á tíunda áratugnum en áður hafði hann meðal annars starfað innan bandaríska hersins.
Á ferli sínum fór Brown einnig með hlutverk í þáttum á borð við Commander in Chief, Law & Order Special Victims Unit, og The Hustler. Þá fór hann með hlutverk í fjölda kvikmynda, meðal annars The Replacements, Shot in the Heart, Red Dragon, og Twelve Monkeys.