Vill banna kvendómara á HM karla Sindri Sverrisson skrifar 16. janúar 2023 08:31 Systurnar Julie og Charlotte Bonaventura dæmdu á HM karla árið 2017 og eru enn að. Getty/Slavko Midzor Þrjú af dómarapörunum sem valin voru til að dæma á HM karla í handbolta eru skipuð konum. Ummæli fyrrverandi heims- og Evrópumeistarans Christians Shwarzer þess efnis að konur ættu ekki að dæma hjá körlum, og öfugt, hafa fallið í grýttan jarðveg. Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla. HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira
Konur hafa dæmt á stórmótum karla í handbolta síðustu ár og einnig til að mynda í sterkustu landsdeild heims, þýsku deildinni, sem og í Meistaradeild Evrópu. Við það er hinn 53 ára gamli Schwarzer, sem varð heimsmeistari með Þýskalandi árið 2007, ósáttur en hann sagði í hlaðvarpsþætti sínum, samkvæmt frétt Bild: „Ég hef ekki hugmynd um hvernig sú hugmynd kom upp að leyfa konum að dæma hjá körlum. Ég hefði ekki látið það gerast því þær geta dæmt hjá konum og karlar dæmt hjá körlum.“ Á meðal kvenna sem dæma á HM í Svíþjóð og Póllandi eru frönsku systurnar Charlotte og Julie Bonaventura, sem dæmdu einn af stórleikjum helgarinnar þegar Ísland og Ungverjaland mættust. Sorgmæddur og segir stopp Danski handboltasérfræðingurinn margreyndi Bent Nyegaard sá systurnar dæma þann leik og furðar sig á ummælum Schwarzer. „Maður verður bara pirraður og sorgmæddur yfir því að þetta sé einhver umræða. Sérstaklega þegar þetta kemur frá einhverjum sem er svona langt frá heiminum sem við lifum í, í dag. Þess vegna segi ég bara „stopp nú!“. Það eina sem skiptir máli er að ef þú hefur nógu mikla hæfileika þá skiptir engu máli hvort þú ert karl eða kona,“ sagði Nyegaard. At tænke sig i 2023 https://t.co/J1Z93qBS6F— Bent Nyegaard (@BentNyegaard) January 15, 2023 Í samtali við Bild sagðist Schwarzer ekki sjá eftir ummælum sínum: „Ég var spurður út í dómara og sagði að ég teldi betra að konur myndu dæma HM kvenna en karlar dæma HM karla. Það er bara mín skoðun. Það þýðir ekki að ég hafi nokkuð á móti þeim. Það hvort að þær dæmi betur eða verr er opin spurning. Þetta er bara mín skoðun. Ég tel að það væri betra að karlar dæmdu hjá körlum en konur hjá konum. Það hefur ekkert með frammistöðu dómara að gera. Það er ekki heldur kvenhatur. Ég á dásamalega konu sjálfur og hef ekkert á móti konum,“ sagði Schwarzer. Samskiptin góð þegar Merz og Kuttler dæmdu leik Íslands og Þýskalands Þýska kvendómaraparið Maike Merz og Tanja Kuttler tjáði sig um málið við ARD í Þýskalandi. „Það góða er að við finnum engan mun. Okkur líður eins og við séum fullkomlega samþykktar. Tilfinningin er alltaf sú að samband okkar við leikmenn og þjálfara sé gott, og það skipti ekki máli hver það sé sem dæmir,“ sagði Kuttler. Fleiri en Nyegaard hafa mótmælt hugmyndum Schwarzer og þar á meðal er Johannes Golla, landsliðsmaður Þýskalands. „Fyrir mér er enginn munur á því hver dæmir leiki. Tveir kvendómarar [Merz og Kuttler] dæma í þýsku deildinni og eru einnig hér á HM. Þær voru einnig í vináttulandsleik sem við spiluðum við Ísland. Þar voru samskiptin á vellinum góð og full af virðingu,“ sagði Golla.
HM 2023 í handbolta Handbolti Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Fleiri fréttir Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Sjá meira