0:00 stingur í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. janúar 2023 12:31 Viggó Kristjánsson skorar eitt af átta mörkum sínum í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót. Getty/Marvin Ibo Lykilmenn íslenska liðsins voru bensínlausir á hryllilegum lokamínútum í tapleiknum á móti Ungverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Landsliðsþjálfarinn hefur því skiljanlega fengið á sig mikla gagnrýni eftir leikinn fyrir að gefa ekki bestu mönnum liðsins smá hvíld í fyrstu tveimur leikjunum. Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Sorglegasta tölfræði íslenska liðsins er örugglega spilatíminn hjá tveimur leikmönnum sem minntu svo vel á sig í æfingarleik rétt fyrir heimsmeistaramótið. Hér erum við að tala um örvhentu leikmennina Viggó Kristjánsson og Óðinn Þór Ríkharðsson. Báðir hafa þeir ekki fengið að koma inn á völlinn í eina einustu sekúndu á þessu heimsmeistaramóti. Það er enginn að mótmæla því að Ómar Ingi Magnússon og Sigvaldi Björn Guðjónsson séu byrjunarliðsmenn í þessum stöðum á hægri vængnum en það er aftur á móti ekki eins og það séu einhverjir byrjendur á bekknum. Viggó Kristjánsson var með átta mörk og átta stoðsendingar í seinni æfingarleiknum á móti Þjóðverjum sem var jafnframt síðasti leikur liðsins fyrir mótið. Ómar Ingi hvíldi í leiknum og Viggó sýndi hvað hann er öflugur. Viggó er líka að spila í þýsku úrvalsdeildinni og hefur þar skorað 95 mörk í 18 leikjum eða 5,3 mörk í leik. Hann hefur einnig gefið 51 stoðsendingu og er á topp tíu í markaskorun og topp fimmtán í stoðsendingum í bestu deildinni í heimi. Sú staðreynd að landsliðsþjálfarinn treystir slíkum manni ekki til að stíga inn á völlinn í tveimur heilum leikjum er óskiljanleg. Óðinn Þór Ríkharðsson leysti Sigvalda af í hægra horninu í fyrri leiknum á móti Þjóðverjum rétt fyrir mót eftir að Sigvaldi klikkaði á fyrstu þremur skotum sínum. Óðinn þakkaði fyrir tækifærið og skoraði átta mörk úr níu skotum. Íslenska liðið hefur spilað 120 mínútur á þessu heimsmeistaramóti. Ómar Ingi hefur hvílt sig í 50 sekúndur og Sigvaldi hefur verið út af vellinum í fjórar mínútur og 24 sekúndur. Þeir Viggó og Óðinn hafa samt hvorugur fengið að spila. 0:00 stingur vissulega í augun hjá tveimur átta marka mönnum úr Þýskalandsleikjunum. Viggó og Óðinn eru í hóp fjögurra leikmanna sem eiga eftir að koma við sögu á mótinu en hinir eru Ólafur Guðmundsson, Arnar Freyr Arnarson, Elvar Ásgeirsson og Kristján Örn Kristjánsson hafa síðan verið út úr hóp í báðum leikjunum. Hákon Daði Styrmisson kom við sögu í Portúgalsleiknum en fékk ekki þær mínútur skráðar í opinberri tölfræði mótsins. Þriðji leikur íslenska liðsins er á móti Suður-Kóreu í dag. Vegna tapsins á móti Ungverjum er íslenska liðið ekki öruggt áfram í milliriðla því Kóreumenn gætu skilið íslenska liðið eftir í riðlinum og sent strákana okkar í Forsetabikarinn í Póllandi. Hér fyrir neðan má sjá heildartölur íslenska liðsins samkvæmt opinberri tölfræði heimsmeistaramótisins.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira