Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. janúar 2023 15:16 Loftgæði geta versnað töluvert þegar miklu magni af flugeldum er skotið upp á skömmum tíma, líkt og oftar en ekki er raunin um hver áramót. Vísir/Egill Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Spurði hann hvað hafi verið gert til að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem starfshópur um hvernig megi draga úr neikvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum skilaði árið 2020. Að auki var spurt um hvenær ráðherra hafi skipað starfshóp til að fjalla um fjármögnun björgunarsveita, hverjir ættu sætu í honum og hvenær hann myndi skila niðurstöðu. Skipun slíks starfshóps var ein af tillögum starfshópsins sem fjallaði um mengun af völdum flugelda. Starfshópur um mengun af völdum skothelda lagði fram sjö tillögur að úrbótum, sem lúta að eftirfarandi: Skammtímaaðgerðum í áætlunum heilbrigðisnefnda, Starfsleyfisskyldu og eftirliti með skoteldasýningum Þrengri tímamörkum um almenna notkun skotelda, Fækkun söludaga Auknu eftirliti með skoteldum, V iðurlögum og stjórnvaldssektum Skipun starfshóps til að fjalla um fjármögnun björgunarsveita Lesa má skýrslu starfshópsins hér. Í svari dómsmálaráðherra er tiltekið að sumar af þeim tillögum sem lagðar voru til séu ekki innan ábyrgðasviðs dómsmálaráðherra. Engu að síður hafi verið lögð fram drög að reglugerðarbreytingu haustið 2020, til að þrengja tímamörk um almenna notkun flugelda og fækka söludögum. Útgáfu reglugerðarinnar var hins vegar frestað vegna Covid-19 auk þess sem mikilvægt þótti að veita söluaðilum flugelda ráðrúm til að skipuleggja sig með nægum fyrirvara. Mikilvægt að hafa samráð við björgunarsveitir Í svarinu er einnig bent á að flugeldasala sé langstærsta tekjuöflunarleið björgunarsveita. Mikilvægt sé að þær hafi fjárhagslega burði til að sinna starfi sínu. Flugeldar við Hallgrímskirkju áramótin 2020.Vísir/Egill „Að mati ráðuneytisins þarf að eiga samráð við björgunarsveitir landsins áður en tekin er ákvörðun sem getur haft áhrif á fjármögnun þeirra og getu til að sinna verkefnum,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir var ein tillaga flugeldastarfshópsins að skipaður yrði starfshópur til að vinna tillögur um fjármögnun björgunarsveita. Var upphaflega lagt upp með að slíkur hópur tæki til starfa og skilaði niðurstöðu áður en tekin yrði ákvörðun um að gera reglugerðabreytingu sem hefði meðal annars í för með sér fækkun á söludögum flugelda. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa ekki slíkan starfshóp en hann hyggst ræða þær tillögur sem settar voru fram af starfshóp um mengun af völdum skotelda við Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir,“ segir í svarinu. Að mati ráðherra sé mikilvægt að samráð eigi sér stað áður en teknar eru ákvarðanir um aðgerðir sem geti haft áhrif á getu björgunarsveita til að sinna sínum verkefnum. Flugeldar, áramót, KópavogurVísir/Vilhelm „Í framhaldi af samtali við björgunarsveitir verður tekin afstaða til þeirra tillagna sem lagðar voru fram af hálfu starfshópsins og eru á ábyrgð ráðuneytisins og tekin ákvörðun um næstu skref,“ segir í svarinu. Björgunarsveitir Umhverfismál Flugeldar Alþingi Stjórnsýsla Neytendur Tengdar fréttir Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Sævar Helgi segir mælingar leiða í ljós að ekki sé um saklausan leik að ræða. 2. janúar 2019 15:15 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Pírata. Spurði hann hvað hafi verið gert til að hrinda í framkvæmd þeim tillögum sem starfshópur um hvernig megi draga úr neikvæðum áhrifum mengunar frá flugeldum skilaði árið 2020. Að auki var spurt um hvenær ráðherra hafi skipað starfshóp til að fjalla um fjármögnun björgunarsveita, hverjir ættu sætu í honum og hvenær hann myndi skila niðurstöðu. Skipun slíks starfshóps var ein af tillögum starfshópsins sem fjallaði um mengun af völdum flugelda. Starfshópur um mengun af völdum skothelda lagði fram sjö tillögur að úrbótum, sem lúta að eftirfarandi: Skammtímaaðgerðum í áætlunum heilbrigðisnefnda, Starfsleyfisskyldu og eftirliti með skoteldasýningum Þrengri tímamörkum um almenna notkun skotelda, Fækkun söludaga Auknu eftirliti með skoteldum, V iðurlögum og stjórnvaldssektum Skipun starfshóps til að fjalla um fjármögnun björgunarsveita Lesa má skýrslu starfshópsins hér. Í svari dómsmálaráðherra er tiltekið að sumar af þeim tillögum sem lagðar voru til séu ekki innan ábyrgðasviðs dómsmálaráðherra. Engu að síður hafi verið lögð fram drög að reglugerðarbreytingu haustið 2020, til að þrengja tímamörk um almenna notkun flugelda og fækka söludögum. Útgáfu reglugerðarinnar var hins vegar frestað vegna Covid-19 auk þess sem mikilvægt þótti að veita söluaðilum flugelda ráðrúm til að skipuleggja sig með nægum fyrirvara. Mikilvægt að hafa samráð við björgunarsveitir Í svarinu er einnig bent á að flugeldasala sé langstærsta tekjuöflunarleið björgunarsveita. Mikilvægt sé að þær hafi fjárhagslega burði til að sinna starfi sínu. Flugeldar við Hallgrímskirkju áramótin 2020.Vísir/Egill „Að mati ráðuneytisins þarf að eiga samráð við björgunarsveitir landsins áður en tekin er ákvörðun sem getur haft áhrif á fjármögnun þeirra og getu til að sinna verkefnum,“ segir í svarinu. Sem fyrr segir var ein tillaga flugeldastarfshópsins að skipaður yrði starfshópur til að vinna tillögur um fjármögnun björgunarsveita. Var upphaflega lagt upp með að slíkur hópur tæki til starfa og skilaði niðurstöðu áður en tekin yrði ákvörðun um að gera reglugerðabreytingu sem hefði meðal annars í för með sér fækkun á söludögum flugelda. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ráðherra hefur tekið ákvörðun um að skipa ekki slíkan starfshóp en hann hyggst ræða þær tillögur sem settar voru fram af starfshóp um mengun af völdum skotelda við Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir,“ segir í svarinu. Að mati ráðherra sé mikilvægt að samráð eigi sér stað áður en teknar eru ákvarðanir um aðgerðir sem geti haft áhrif á getu björgunarsveita til að sinna sínum verkefnum. Flugeldar, áramót, KópavogurVísir/Vilhelm „Í framhaldi af samtali við björgunarsveitir verður tekin afstaða til þeirra tillagna sem lagðar voru fram af hálfu starfshópsins og eru á ábyrgð ráðuneytisins og tekin ákvörðun um næstu skref,“ segir í svarinu.
Starfshópur um mengun af völdum skothelda lagði fram sjö tillögur að úrbótum, sem lúta að eftirfarandi: Skammtímaaðgerðum í áætlunum heilbrigðisnefnda, Starfsleyfisskyldu og eftirliti með skoteldasýningum Þrengri tímamörkum um almenna notkun skotelda, Fækkun söludaga Auknu eftirliti með skoteldum, V iðurlögum og stjórnvaldssektum Skipun starfshóps til að fjalla um fjármögnun björgunarsveita Lesa má skýrslu starfshópsins hér.
Björgunarsveitir Umhverfismál Flugeldar Alþingi Stjórnsýsla Neytendur Tengdar fréttir Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Sævar Helgi segir mælingar leiða í ljós að ekki sé um saklausan leik að ræða. 2. janúar 2019 15:15 Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01 „Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Flugeldamengunin verður til staðar þrátt fyrir vind Sævar Helgi segir mælingar leiða í ljós að ekki sé um saklausan leik að ræða. 2. janúar 2019 15:15
Landsbjargarmenn segjast engir varðhundar flugeldasölu Hálf öld síðan flugeldasala hófst á Íslandi en nú eru blikur á lofti. 28. desember 2018 13:01
„Þetta átak Umhverfisstofnunar kom aftan að okkur“ Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir flugeldasöluna á síðustu dögum nýliðins árs hafa verið nokkurn veginn á pari við söluna 2021. Hann segir að átak Umhverfisstofnunar hafi komið aftan að félaginu, en flugeldasala er ein helsta fjármögnunarleið björgunarsveitanna. 1. janúar 2023 18:52