Bjartsýn á að ná samningum um kostnaðarskiptingu í næsta mánuði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2023 21:28 Frá blaðamannafundinum á Hilton í morgun. Vísir Forsætisráðherra og borgarstjóri eru bjartsýn á að þeim takist að semja um kostnaðarskiptingu nýrrar Þjóðarhallar í febrúar og höllin rísi árið 2025. Borgarstjóri segir ljóst að borgin þurfi að kosta milljörðum til verkefnisins en hún hafi sett fé til hliðar. Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur. Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Stjórnvöld tóku af allan vafa um nýja þjóðarhöll á næstu árum þegar ríki og borg kynntu uppbyggingaráform sín í dag. Samkvæmt þeim á að reisa nýja þjóðarhöll sunnan við Laugardalshöll og upp að Suðurlandsbraut. Höllin á að vera fjölnota mannvirki fyrir íþróttir, aðstaða fyrir íþróttafélögin Þrótt og Ármann, menningu, kennslu og viðburði. Höllin sem á að vera um nítján þúsund fermetrar að stærð og á að standa fyrir stórum íþróttaviðburðum og alþjóðakeppnum og taka átta þúsund og sex hundruð manns í sæti. Áætlaður kostnaður við mannvirkið er tæplega fimmtán milljarðar króna. Ríki og borg gefa sér febrúarmánuð til að semja um kostnaðarskiptingu verkefnisins. „Það er nú orðið raunhæft að tala um hvernig við munum skipta kostnaði, því nú fyrst erum við með hugmynd um hvað verkefnið eigi að kosta í heild sinni. Mér finnst þetta stórhuga hugmynd, mér finnst það gott því þarna er ekki bara verið að horfa til næstu ára heldur áratuga,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Ég vil ekki nefna tölur núna, núna setjumst við niður. En það er auðvitað ljóst að verkefnið er stórt, fimmtán milljarðar í heild sinni þannig að við erum alltaf að tala í milljörðum. [...] Við höfum sett til hliðar svolítið fé til að fara inn í það verkefni sem nýtist þá í þessu,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Verkinu eigi að ljúka 2025 „Ég tel ekki bara líklegt að við náum saman heldur munum við gera það og meðal annars vegna þess að þjóðin mun gera kröfur til þess. Þjóðin leggur mikla áherslu á afreksíþróttir og þær íþróttir sem munu nýta þetta mannvirki,“ segir Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Hlutirnir eiga að gerast hratt eftir að ríki og borg hafa samið, en þá fer fram breyting á deiliskipulagi, útboð, hönnun. Byrja á framkvæmd árið 2024 og áætlað er að verkinu ljúki í nóvember 2025. „Það er möguleiki og fyrst og fremst erum við að segja að okkur er alvara með að vinna að þessu verkefni,“ segir Katrín. „Það þótti mörgum býsna bratt, þar á meðal mér, þegar þessi dagsetning var sett fram á síðast ári en framkvæmdarnefndin hefur unnið mjög ötullega,“ segir Dagur.
Ný þjóðarhöll Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Þróttur Reykjavík Ármann Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Hundamatur reyndist vera kíló af kannabis Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira