„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2023 19:00 Guðmundur gat leyft sér að brosa í kvöld. Vísir/Vilhelm „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. Guðmundur var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins og þá sérstaklega hvernig menn brugðust við eftir tapið gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Einnig hrósaði hann stuðningsfólki Íslands sem hefur heldur betur sett svip sinn á leiki liðsins. „Þegar við töpuðum fyrir Ungverjum, það voru þung spor hér út af vellinum og eftir leik. Okkur er búið að líða mjög illa. En við erum búnir að taka marga fundi og fara yfir málin, ég verða að segja að þessi fagmennska sem liðið sýnir hér í kvöld var alveg stórkostleg.“ „Þetta lítur mjög einfalt út en það er það ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma inn í leikinn og byrja hann á fullu, það var planið og það gerðum við. Síðan komumst við í ákveðið forskot sem var mikilvægt. Mikilvægt að fá inn nýja leikmenn og rúlla á liðinu, gerðum það mjög mikið. Það var alltaf planið í þessum leik.“ „Markvarslan var frábær og varnarleikurinn á köflum mjög góður. Sóknarlega var líka mjög gott, margt mjög jákvætt í þessum leik. Segi aftur að svona verkefni líti út fyrir að vera einfalt eftir leikinn en við erum búnir að virkilega fara vel yfir mótherja okkar og tókum þetta eins og sannir Íslendingar, við gerðum þetta mjög vel.“ Það fór ekkert á milli mála hvort liðið þessir ungu herramenn studdu í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég verð að segja eitt. Ég er búinn að vera lengi í þessu og þetta hjarta og þessi sál sem við upplifum í stúkunni, þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða. Hann snertir við manni og snertir við leikmönnunum. Það er þessi þjóðarsál sem sameinast um þetta landslið sem gerir þetta svo ofboðslega dýrmætt fyrir okkur. Við erum svo þakklátir fyrir þetta, þakklátir fyrir allt þetta fólk sem hefur komið frá Íslandi til að styðja ótrúlega vel við bakið á okkur. Erfitt að lýsa þessu með orðum, söngurinn eftir leikinn og allt þetta. Þetta er svo ofboðslega einlægur stuðningur sem við erum mjög þakklátir fyrir.“ „Við vitum það [að liðið fer nú til Gautaborgar]. Erum kannski að vissu leyti að sjá hvernig úrslitin verða. Síðan tekur við mjög spennandi verkefni og allt er mögulegt. Sjáum bara í hvaða röð það kemur, leikirnir þar,“ sagði Guðmundur að lokum aðspurður um framhaldið sem erfitt er að lesa í þar sem Portúgal og Ungverjaland eiga eftir að spila síðasta leik D-riðils. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir sigurinn á S-Kóreu: Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Guðmundur var eðlilega sáttur með sigur kvöldsins og þá sérstaklega hvernig menn brugðust við eftir tapið gegn Ungverjalandi í síðasta leik. Einnig hrósaði hann stuðningsfólki Íslands sem hefur heldur betur sett svip sinn á leiki liðsins. „Þegar við töpuðum fyrir Ungverjum, það voru þung spor hér út af vellinum og eftir leik. Okkur er búið að líða mjög illa. En við erum búnir að taka marga fundi og fara yfir málin, ég verða að segja að þessi fagmennska sem liðið sýnir hér í kvöld var alveg stórkostleg.“ „Þetta lítur mjög einfalt út en það er það ekki. Í fyrsta lagi þarf að koma inn í leikinn og byrja hann á fullu, það var planið og það gerðum við. Síðan komumst við í ákveðið forskot sem var mikilvægt. Mikilvægt að fá inn nýja leikmenn og rúlla á liðinu, gerðum það mjög mikið. Það var alltaf planið í þessum leik.“ „Markvarslan var frábær og varnarleikurinn á köflum mjög góður. Sóknarlega var líka mjög gott, margt mjög jákvætt í þessum leik. Segi aftur að svona verkefni líti út fyrir að vera einfalt eftir leikinn en við erum búnir að virkilega fara vel yfir mótherja okkar og tókum þetta eins og sannir Íslendingar, við gerðum þetta mjög vel.“ Það fór ekkert á milli mála hvort liðið þessir ungu herramenn studdu í kvöld.Vísir/Vilhelm „Ég verð að segja eitt. Ég er búinn að vera lengi í þessu og þetta hjarta og þessi sál sem við upplifum í stúkunni, þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða. Hann snertir við manni og snertir við leikmönnunum. Það er þessi þjóðarsál sem sameinast um þetta landslið sem gerir þetta svo ofboðslega dýrmætt fyrir okkur. Við erum svo þakklátir fyrir þetta, þakklátir fyrir allt þetta fólk sem hefur komið frá Íslandi til að styðja ótrúlega vel við bakið á okkur. Erfitt að lýsa þessu með orðum, söngurinn eftir leikinn og allt þetta. Þetta er svo ofboðslega einlægur stuðningur sem við erum mjög þakklátir fyrir.“ „Við vitum það [að liðið fer nú til Gautaborgar]. Erum kannski að vissu leyti að sjá hvernig úrslitin verða. Síðan tekur við mjög spennandi verkefni og allt er mögulegt. Sjáum bara í hvaða röð það kemur, leikirnir þar,“ sagði Guðmundur að lokum aðspurður um framhaldið sem erfitt er að lesa í þar sem Portúgal og Ungverjaland eiga eftir að spila síðasta leik D-riðils. Klippa: Guðmundur Guðmundsson eftir sigurinn á S-Kóreu: Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða
Handbolti HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26 Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21 Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51 „Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45 „Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55 „Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00 Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Ómar Ingi og Gísli Þorgeir markahæstir í tapi Handbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Einkunnir strákanna okkar á móti Kóreu: Viktor Gísli bestur en margir góðir Íslenska handboltalandsliðið vann frábæran þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í handbolta í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 19:26
Tveir menn stálu senunni á Twitter: Viktor Gísli er eins og Vegagerðin í desember, lokar öllu Ísland vann einkar öruggan 13 marka sigur á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli heimsmeistaramótsins í handbolta. Segja má að þeir Óðinn Þór Ríkharðsson og Viktor Gísli Hallgrímsson hafi stolið senunni, bæði innan vallar sem utan. 16. janúar 2023 19:21
Topparnir í tölfræðinni á móti Kóreu: Óðinn greip gæsina og Viktor lokaði markinu Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann sannfærandi þrettán marka sigur á Suður-Kóreu, 38-25, í þriðja og síðasta leik sínum í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. 16. janúar 2023 18:51
„Viðurkenni að þetta var rosa gaman“ „Það var bara skemmtileg upplifun. Frábær stemning, góður leikur og bara mjög gaman,“ sagði Ólafur Andrés Guðmundsson eftir þrettán marka sigur Íslands á Suður-Kóreu en Ólafur lék lengi vel með Kristianstad í Svíþjóð þar sem Ísland hefur leikið alla sína þrjá leiki til þessa. 16. janúar 2023 18:45
„Maður fær bara gæsahúð“ „Ég var bara mjög ánægður með leikinn og það var gaman að fá að spila,“ segir Óðinn Þór Ríkharðsson eftir frábæran þrettán marka sigur Íslands og Suður-Kóreu á HM í Kristianstad í kvöld. Liðið vann 38-25. 16. janúar 2023 18:55
„Þessi ofboðslegi stuðningur er á heimsmælikvarða“ „Hún var frábær, rosaleg fagmennska sem einkenndi liðið,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, eftir 13 marka sigur Íslands á Suður-Kóreu í lokaleik liðanna í D-riðli á HM í handbolta. Sigurinn þýðir að Ísland er komið áfram í milliriðil. 16. janúar 2023 19:00