Hvað eru Grænhöfðaeyjar að vilja upp á handboltadekk? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2023 09:00 Paolo Moreno er markahæsti leikmaður Grænhöfðaeyja á HM í handbolta. epa/ADAM IHSE Ísland hefur leik í milliriðli á HM í handbolta gegn Grænhöfðaeyjum í dag. En hverjar eru þessar Grænhöfðaeyjar og hvað eru þær að vilja upp á dekk á heimsmeistaramóti í handbolta? Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira
Grænhöfðaeyjar eru ekki stór depill á ratsjá handboltans enda tiltölulega nýbyrjaðar að láta að sér kveða af alvöru í íþróttinni. Guðmundur Guðmundsson mun eflaust tala um að Grænhöfðaeyjar séu sýnd veiði en ekki gefin og ekki að ástæðulausu. Ísland á að vinna leikinn í dag og gerir það líklegast en andstæðingurinn er enginn aukvisi og í mikilli sókn. Grænhöfðaeyjar er eyjaklasi í Norður-Atlandshafi, tæplega sex hundruð kílómetra undan vesturströnd Afríku. Grænhöfðaeyjar voru portúgölsk nýlenda en fengu sjálfstæði 1975. Eyjarnar eru samtals rúmlega fjögur þúsund ferkílómetrar og þar búa um 550 þúsund manns. Grænhöfðeyingar, eða Bláu hákarlarnir eins og lið þeirra er stundum kallað, tók í fyrsta sinn þátt í Afríkukeppninni 2020. Þar enduðu Grænhöfðaeyjar í 5. sæti og unnu sér þar með þátttökurétt á HM í fyrsta sinn. Veiran skæða Þátttaka Grænhöfðaeyja á HM í Egyptalandi var ansi skrautleg og var þar kórónuveirunni um að kenna. Hún hreiðraði fyrst um sig þegar liðið kom saman í Portúgal fyrir mótið. Sex leikmenn greindust með veiruna auk fjögurra í starfsliðinu. Þeir sem voru ósmitaðir héldu hins vegar galvaskir til Egyptalands og mættu Ungverjalandi í fyrsta leik sínum. Laskað lið Grænhöfðaeyja sýndi fína frammistöðu en tapaði á endanum með sjö marka mun, 34-27. Það reyndist hins vegar eini leikur Grænhöfðaeyja á mótinu. Fámenn sveit Grænhöfðaeyja fyrir eina leik þeirra á HM í Eygptalandi.epa/Anne-Christine Poujoulat Fleiri leikmenn greindust smitaðir og þegar að leiknum gegn þýsku strákunum hans Alfreðs Gíslasonar kom voru Grænhöfðeyingar aðeins með níu leikfæra. Þrettán af 22 leikmönnum í upphaflega hópnum höfðu þá greinst með veiruna. Reglur heimsmeistaramótsins kveða á um að lið þurfi að vera með tíu leikmenn að lágmarki til að geta spilað. Grænhöfðaeyjar gáfu því leikinn gegn Þýskalandi og töpuðu honum 10-0. Grænhöfðaeyjar drógu sig svo úr keppni fyrir leikinn gegn Úrúgvæ í lokaumferð riðlakeppninnar og þar með var heldur snubbóttri þátttöku þeirra á HM lokið. Silfur í Afríkukeppninni Grænhöfðeyingar tóku í annað sinn þátt í Afríkukeppninni síðasta sumar. Þar komust þeir alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu fyrir ógnarsterkum Egyptum, 37-25. Grænhöfðaeyjar urðu hins vegar fyrsta liðið sunnan Sahara síðan 1983 til að komast í úrslit Afríkukeppninnar. Grænhöfðeyingar virða silfurmedalíuna fyrir sér.getty/Fadel Dawod Grænhöfðaeyjar unnu sér þar með aftur þátttökurétt á HM og eru núna komnar í milliriðil. Í C-riðli unnu Grænhöfðaeyjar Úrúgvæ, 33-25, en töpuðu fyrir Svíþjóð, 34-27, og Brasilíu, 30-28. Í milliriðli bíða Grænhöfðeyinga leikir við Íslendinga, gömlu herraþjóðina Portúgali og Ungverja. Þjálfari Grænhöfðaeyjar er Serbinn þrautreyndi Ljubomir Obradovic. Hann hefur lengi þjálfað í Portúgal, meðal annars Porto á árunum 2009-15, og einnig í heimalandinu og Svartfjallalandi. Hann var einnig þjálfari karlalandsliðsins Svartfellinga og kvennaliðs Serba. Koma víða að Af sautján leikmönnum í grænhöfðeyska hópnum leika átta í Portúgal, tveir á Spáni, einn í heimalandinu, Rúmeníu, Frakklandi, Lúxemborg, Angóla, Sádí-Arabíu og Þýskalandi. Það er línumaðurinn Ivo Santos sem er samherji Arnórs Þórs Gunnarssonar hjá Bergischer. Hann hefur þó ekki enn skorað á HM. Aðalmennirnir hjá Grænhöfðaeyjum er línumaðurinn Paolo Moreno og vinstri skyttan og fyrirliðinn Leandro Semedo. Moreno er markahæstur Grænhöfðeyinga á HM með sextán mörk. Semedo hefur skorað sjö mörk og gefið tólf stoðsendingar en er með afleita skotnýtingu (33 prósent). Gualther Furtado hefur sýnt góða takta á HM.epa/Bjorn Larsson Rosvall Miðjumaðurinn Gualther Furtado, sem leikur með Club Cisne de Balonmano á Spáni, hefur skorað þrettán mörk og hægri skyttan Bruno Landim, sem leikur með Al-Taraji í Sádí-Arabíu, er með tólf mörk. Markverðirnir Luis Almeida og Edmilson Goncalves hafa aðeins varið 25 skot af þeim 114 sem þeir hafa fengið á sig á HM (22 prósent). Goncalves hefur þó varið þrjú víti í tíu tilraum. Áhorfendur munu kynnast þessum leikmönnum og fleiri til á meðan leiknum gegn Íslandi á eftir stendur. Hann hefst klukkan 17:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2023 í handbolta Grænhöfðaeyjar Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Ísland - Slóvenía | Strákarnir okkar undirbúa sig fyrir stórmót Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sjá meira