„Þetta er flott höll, við vorum reyndar líka í frábærari höll í Kristianstad. Vonandi myndast bara alveg jafn flott stemning hér og í Kristanstad.“
Hann segir að möguleikar Íslands í milliriðlinum séu mjög góðir.
„Það hefur í rauninni ekkert breyst hjá okkur planið. Þó við hefðum unnið alla leikina í riðlinum þá ætluðum við alltaf að vinna alla leikina í milliriðlinum. Við höldum bara okkar striki, okkar plani og ætlum okkur í 8-liða úrslitin.“
Aron lék í tuttugu mínútur gegn Suður-Kóreu og fékk fína hvíld þegar liðið vann þrettán marka sigur í lokaleik Íslands í riðlinum.
„Það var flott fyrir mig að ná þessari hvíld og ég næ kannski betri endurhæfingu núna, en við ætlum ekkert að nota það sem einhverjar afsakanir þegar það er komið svona langt inn í mótið.“