Urðu undir á jöfnum stigum og misstu af tveimur milljónum króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2023 08:31 Liðsfélagarnir Mal O´Brien, Katrín Tanja Davíðsdóttir og Anníe Mist Þórisdóttir sem urðu að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að fá jafnmörg stig og sigurvegararnir. Instagram/@katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir misstu ekki aðeins af fyrsta sætinu á grátlegan hátt á Wodapalooza CrossFit stórmótinu í Miami um síðustu helgi heldur töpuðu þær líka stórum fjárhæðum á því. Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar. CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Anníe Mist og Katrín Tanja kepptu þarna í fyrsta sinn saman í liði á stórmóti erlendis og stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel. Liðsfélagi þeirra var silfurhafi síðustu heimsleika eða ungstirnið Mal O'Brien. Þegar upp var staðið þá endaði lið þeirra, sem bar nafnið Dóttir, með jafnmörg stig og liðið með CrossFit-stjörnurnar Laura Horvath, Jamie Simmonds og Gabi Migala innanborðs en þær skírðu sig BPN liðið. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Bæði lið voru með 691 stig þegar upp var staðið en þar sem BPN hafði unnið fleiri greinar í keppninni þá endaði það í efsta sætinu. Þó að það hafi munað svona litlu þá breytti það engu með skiptingu verðlaunafésins og þar munaði mjög miklu á fyrsta og öðru sæti. Alls var verðlaunaféð á Wodapalooza til samans fimm hundruð þúsund Bandaríkjadalir eða tæpar 72 milljónir króna og Morning Chalk Up vefurinn hefur nú farið yfir skiptingu þess. Liðið sem vann liðakeppnina fékk þrjátíu þúsund dali eða 4,3 milljónir króna en þar sem Anníe Mist og Katrín Tanja urðu í öðru sætinu þá fengu þær aðeins helminginn af þeirri upphæð eða fimmtán þúsund dali. Það jafngildir 2,1 milljón króna. Okkar konur misstu því af rúmum tveimur milljónum króna þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum í hús og sigurvegararnir. Þau Paige Powers og Ricky Garard sem unnu einstaklingskeppnina fengu 75 þúsund dali í verðlaunafé eða tæpar 10,8 milljónir króna. Sara Sigmundsdóttir náði sjötta sætunu og fékk fyrir það fimm þúsund Bandaríkjadali eða um 715 þúsund krónur íslenskar.
CrossFit Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira