Sport

Dag­skráin í dag: Körfu­bolti í öllum regn­bogans litum, golf, Ljós­leiðara­deildin og Blast Premi­er

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur.
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur. Vísir/Hulda Margrét

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Við bjóðum upp á Körfuboltakvöld kvenna, spennandi leiki í Subway deild karla í körfubolta, NBA deildina í körfubolta, golf og nóg af rafíþróttum.

Stöð 2 Sport

Klukkan 17.00 er Körfuboltakvöld á dagskrá þar sem farið verður yfir það helsta sem gerðist í síðustu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta.

Klukkan 18.05 er leikur Njarðvíkur og Hattar í Subway deild karla í körfubolta á dagskrá. Að honum loknum klukkan 20.05 er leikur Þórs Þorlákshafnar og Hauka í sömu deild á dagskrá.

Klukkan 22.00 er svo komið að Tilþrifunum þar sem farið verður yfir það helsta sem gerðist í kvöld.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 20.00 er leikur Detroit Pistons og Chicago Bulls í NBA deildinni í körfubolta á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 17.00 er golfmótið Tournament of Champions á dagskrá. Það er hluti af LPGA mótaröðinni.

Stöð 2 Esport

Klukkan 13.30 hefst upphitun fyrir leiki dagsins í Blast Premier. Klukkan 14.00 hefst svo leikur Heroic og EG. Klukkan 17.30 mætast Team Vitality og Astralis.

Klukkan 19.15 er komið að Ljósleiðaradeildinni þar sem keppt er í CS:GO. Þór mætir Viðstöðu í fyrsta leik kvöldsins. Þar á eftir mætast Dusty og Fylkir en í síðasta leiknum mætast svo Ármann og Atlantic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×