Borgin styrkir Ríkisútvarpið um rúmar 18 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2023 12:41 Stefán Eiríksson Útvarpsstjóri og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann segir að ekki sé um slíkar upphæðir að ræða að vert sé að fara í útboð. vísir/Hulda Margrét/vilhelm Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í gær að endurnýja sérstakan samstarfs- og styrktarsamning við Ríkisútvarpið ohf. sem snýr að dagskrárgerð fyrir ungt fólk og greiða fyrir hann rúmar 18 milljónir. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ómögulegt að meta það öðruvísi en að um sé að ræða hreinan og kláran styrk borgarinnar til RÚV einfaldlega vegna þess að lögbundið er að RÚV sinni slíkri umfjöllun, það er innbyggt í þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf og menningarráðuneytisins. Samningurinn er við UNGRUV og hljóðar upp á 18.217.287 krónur og er hann til þriggja ára. Um var að ræða samþykkt á tillögu sem fram kom hjá skóla- og frístundasviði. Markmið samningsins er sagt til eflingar unglingalýðræði, þvert á miðla RÚV og markmiðið meðal annars að unglingar í áttunda og níunda bekk fái tækifæri til að taka þátt í dagskrárgerð RÚV; eiga í samstarfi við Ríkisútvarpið meðal annar í þáttagerð, ekki síst við þætti sem þykja áhugaverðir í hugum ungs fólks. Þar er til að mynda um að ræða þætti um Skrekk. Ástæðan fyrir því að leitað er til RÚV er sagður sá að vilji sé til að vera í samstarfi við miðil sem þjónar öllum börnum í landinu óháð áskrift. Telja vert að leita hófa víðar Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skilur ekki af hverju borgin er að styrkja Ríkisútvarpið til að sinna lögbundnum skyldum sínum.reykjavíkurborg Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í gær. Marta Guðjónsdóttir kvaddi sér hljóðs og las upp bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem segir meðal annars að vert sé að benda á að RÚV ber að auka framleiðslu á íslensku efni fyrir börn samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Hér hefði verið rétt að fara í útboð/verðfyrirspurn og kanna áhuga annarra sjónvarpsstöðva eða fjölmiðla til að taka verkefnið að sér. Þá vekur athygli að hér er ekki um þjónustukaup að ræða heldur er skóla- og frístundasvið að styrkja RÚV ohf. Ekki liggja fyrir skýrar talningar um áhorf á efnið sem framleitt hefur verið hingað til, það er á grundvelli fyrri samnings við RÚV sem nú stendur til að endurnýja.“ Borgarstjóri segir um óverulegar upphæðir að ræða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var til andsvara og sagði samninginn hafa reynst vel, og sé ekki bara verið að hugsa um áhorf sem er örugglega er ágætt, heldur fyrst og fremst reynslu og fjölbreytta sköpun fyrir ungt fólk. „Fyrir utan þá athygli sem verkefni og framtak ungs fólks fær í gegnum þetta. Það er sjálfsagt að vinna með fleiri fjölmiðlum ef þeir hafa eitthvað svipað metnaðarfullt upplegg og SFS metur að geti nýst við framfylgd menntastefnu. En það yrði þá að koma til sérstakrar skoðunar. Þessar upphæðir eru ekki þannig að það hefur verið talin ástæða til að fara í útboðsferli með það.“ Marta segir, í samtali við Vísi, ýmislegt skjóta skökku við varðandi þennan samning. Hún telur ekki skynsamlegt að greiða fyrir þjónustu Ríkisútvarpsins sem hefur lögum samkvæmt þegar þessu hlutverki að gegna og af hverju útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi þá að greiða aukalega fyrir það? Borgarstjórn Reykjavík Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ómögulegt að meta það öðruvísi en að um sé að ræða hreinan og kláran styrk borgarinnar til RÚV einfaldlega vegna þess að lögbundið er að RÚV sinni slíkri umfjöllun, það er innbyggt í þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf og menningarráðuneytisins. Samningurinn er við UNGRUV og hljóðar upp á 18.217.287 krónur og er hann til þriggja ára. Um var að ræða samþykkt á tillögu sem fram kom hjá skóla- og frístundasviði. Markmið samningsins er sagt til eflingar unglingalýðræði, þvert á miðla RÚV og markmiðið meðal annars að unglingar í áttunda og níunda bekk fái tækifæri til að taka þátt í dagskrárgerð RÚV; eiga í samstarfi við Ríkisútvarpið meðal annar í þáttagerð, ekki síst við þætti sem þykja áhugaverðir í hugum ungs fólks. Þar er til að mynda um að ræða þætti um Skrekk. Ástæðan fyrir því að leitað er til RÚV er sagður sá að vilji sé til að vera í samstarfi við miðil sem þjónar öllum börnum í landinu óháð áskrift. Telja vert að leita hófa víðar Þetta var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skilur ekki af hverju borgin er að styrkja Ríkisútvarpið til að sinna lögbundnum skyldum sínum.reykjavíkurborg Málið var afgreitt á fundi borgarstjórnar í gær. Marta Guðjónsdóttir kvaddi sér hljóðs og las upp bókun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins þar sem segir meðal annars að vert sé að benda á að RÚV ber að auka framleiðslu á íslensku efni fyrir börn samkvæmt þjónustusamningi RÚV og menntamálaráðuneytisins. „Hér hefði verið rétt að fara í útboð/verðfyrirspurn og kanna áhuga annarra sjónvarpsstöðva eða fjölmiðla til að taka verkefnið að sér. Þá vekur athygli að hér er ekki um þjónustukaup að ræða heldur er skóla- og frístundasvið að styrkja RÚV ohf. Ekki liggja fyrir skýrar talningar um áhorf á efnið sem framleitt hefur verið hingað til, það er á grundvelli fyrri samnings við RÚV sem nú stendur til að endurnýja.“ Borgarstjóri segir um óverulegar upphæðir að ræða Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var til andsvara og sagði samninginn hafa reynst vel, og sé ekki bara verið að hugsa um áhorf sem er örugglega er ágætt, heldur fyrst og fremst reynslu og fjölbreytta sköpun fyrir ungt fólk. „Fyrir utan þá athygli sem verkefni og framtak ungs fólks fær í gegnum þetta. Það er sjálfsagt að vinna með fleiri fjölmiðlum ef þeir hafa eitthvað svipað metnaðarfullt upplegg og SFS metur að geti nýst við framfylgd menntastefnu. En það yrði þá að koma til sérstakrar skoðunar. Þessar upphæðir eru ekki þannig að það hefur verið talin ástæða til að fara í útboðsferli með það.“ Marta segir, í samtali við Vísi, ýmislegt skjóta skökku við varðandi þennan samning. Hún telur ekki skynsamlegt að greiða fyrir þjónustu Ríkisútvarpsins sem hefur lögum samkvæmt þegar þessu hlutverki að gegna og af hverju útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi þá að greiða aukalega fyrir það?
Borgarstjórn Reykjavík Fjölmiðlar Rekstur hins opinbera Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Sluppu fyrir horn frá lagabroti með eftiráskýringum í N4-málinu Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að gerningur fjárlaganefndar vegna fyrirhugaðs styrks til N4 sjónvarpsstöðvarinnar á Akureyri brjóti í bága við lög um opinber fjármál. 16. desember 2022 13:14