Þetta vona Íslendingar að gerist á HM á morgun Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2023 10:01 Ísland mun fá rosalegan stuðning í Gautaborg á morgun frá sprenglærðum stuðningsmönnum. Þeir geta mætt snemma og stutt við bakið á Grænhöfðaeyjum og Brasilíu ef þeir vilja, því það gæti gagnast Íslandi. VÍSIR/VILHELM Strákarnir okkar þurfa að öllum líkindum á sigri eða að minnsta kosti jafntefli að halda gegn Svíþjóð á morgun til að komast í 8-liða úrslit á HM í handbolta. Tapi liðið mun það sennilega þurfa að treysta á önnur úrslit en það mun skýrast betur fyrir leikinn. Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Á morgun er næstsíðasta umferð milliriðlakeppninnar og mun Ísland mæta Evrópumeisturum Svía í lokaleik dagsins, klukkan 19:30 að íslenskum tíma. Áður en að því kemur mætast Grænhöfðaeyjar og Portúgal, og Brasilía og Ungverjaland. Svona er staðan fyrir leikina en tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit: Staðan í riðli Íslands þegar hvert lið á tvo leiki eftir. Tvö efstu liðin komast í 8-liða úrslit. Séu lið jöfn að stigum ráða innbyrðis úrslit stöðu þeirra, eða heildarmarkatala ef þau gerðu jafntefli.Wikipedia Það sem myndi henta Íslendingum best væri að Grænhöfðaeyjar og Brasilía fögnuðu sigri á morgun. Þá væri Ísland með örlögin í eigin höndum jafnvel þó að liðið tapaði gegn Svíum, og myndi duga að vinna Brasilíu á sunnudaginn. Sennilegra er hins vegar að Ísland missi Portúgal upp fyrir sig á morgun, og það myndi strax flækja málin. Portúgal mætir nefnilega Svíum á sunnudaginn og ef að Svíar vinna Ísland verða þeir búnir að tryggja sér efsta sæti riðilsins, og geta slakað alveg á gegn Portúgölum. Og ef að Ungverjar vinna Brasilíu og svo Grænhöfðaeyjar á sunnudag er alveg ljóst að það væri ekki nóg fyrir Ísland að vinna bara Brasilíu, til að ná 2. sæti. Ef Portúgal og Ungverjaland vinna bæði á morgun, en Ísland tapar, mun því aðeins veik von lifa um sæti í 8-liða úrslitum. Ísland þyrfti þá að treysta á sigur eða jafntefli Svía gegn Portúgal á sunnudag, í leik sem myndi ekki skipta Svía máli, og það að Grænhöfðaeyjar tækju stig af Ungverjum. Sigur eða jafntefli dugar alltaf til að Ísland ráði eigin örlögum Sigur gegn Svíum kæmi Íslandi hins vegar í algjöra kjörstöðu en liðið myndi þó alltaf þurfa að vinna Brasilíu á sunnudaginn einnig. Það myndi skila liðinu efsta sæti riðilsins og mögulega koma í veg fyrir leik við heimsmeistara Danmerkur í 8-liða úrslitum. Jafntefli gegn Svíum mun sömuleiðis duga Íslandi til að vera með örlögin í eigin höndum, sama hvernig aðrir leikir fara á morgun. Ísland þyrfti sjálfsagt sigur gegn Brasilíu en Portúgal væri þá eina liðið fyrir utan Svíþjóð sem gæti náð Íslandi að stigum, og innbyrðis úrslit myndu duga Íslandi til að komast í 8-liða úrslit. Að þessu leyti hjálpar það Íslandi að Portúgal og Brasilía skyldu gera jafntefli í gær.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita