Umfjöllun og viðtal: Keflavík-Stjarnan 115-87 | Keflvíkingar lögðu skapheita Stjörnumenn Jakob Snævar Ólafsson skrifar 20. janúar 2023 23:57 Stjarnan vann Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. Keflavík tók forystuna strax í upphafi leiks og var með yfirhöndina allan fyrsta leikhluta en Stjarnan var aldrei langt undan. Staðan að honum loknum var 26-22 fyrir heimamenn. Í öðrum leikhluta fór að snúast heldur betur á ógæfuhliðina fyrir Stjörnumenn. Skotnýtingin fór niður á við. Þeir töpuðu boltanum oftar og gáfu eftir undir körfunni. Í fyrsta leikhluta tók Stjarnan samtals fjórtán fráköst en aðeins sex í öðrum leikhluta. Keflvíkingar hittu að sama skapi enn betur í öðrum leikhluta og spiluðu enn stífari vörn á Stjörnumenn. Það skilaði þeim árangri að heimamenn leiddu í hálfleik með 21 stiga mun, 56-35. Hjá Keflvíkingum skinu Eric Ayala, með sextán stig, og David Okeke, með ellefu stig og sjö fráköst, skærast í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnumönnum var William Gutenius sá eini sá sem náði að skora tíu stig eða meira í hálfleiknum. Í seinni hálfleik fór í raun leikur Stjörnunnar algjörlega í skrúfuna. Þeir hittu ekki mikið verr en misstu boltann oftar en í fyrri hálfleik og Keflvíkingar skoruðu fleiri stig úr hraðaupphlaupum. Mótlætið fór í skapið á Stjörnumönnum og fengu þeir á endanum þrjár brottvísanir og fjölmargar tæknivillur. Hlynur Bæringsson fékk á sig óíþróttamannslega villu í byrjun seinni hálfleiks en fékk tæknivillu í fyrri hálfleik og þurfti því að halda inn í klefa. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo strax í kjölfarið í raun aðra þegar hann neitaði að hlýða einum dómara leiksins sem vildi veita honum orð í eyra. Þegar þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar þurfti Arnar Guðjónsson þjálfari einnig að víkja. Yngri leikmenn Stjörnunnar fengu því talsverða eldskírn í leiknum og fengu fleiri mínútur en oft áður. Þeir náðu halda leiknum þokkalega í horfinu og náðu Keflvíkingar að auka stigamuninn um sjö stig í seinni hálfleik. Lokatölur 115-87 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans og beittari en gestirnir. Þeir hittu betur, voru sterkari undir körfunni og tóku fleiri fráköst. Keflavík nýtti sér það mjög vel þegar Stjarnan missti boltann og skoraði alls tuttugu og fjögur stig í slíkum tilfellum. Það er ansi drjúgt. Keflvíkingar spiluðu betri vörn og áttu auðveldara með að finna góð skot en Stjarnan. Skapið og sífelld mótmæli við dómara voru án efa ekki heldur að hjálpa liði Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflavík var Eric Ayala stigahæstur hjá Keflavík með tuttugu og sjö stig. David Okeke spilaði sinn besta leik í vetur. Hann skoraði tuttugu og fjögur stig, tók fjórtán fráköst og var með flesta framlagspunkta af leikmönnum liðsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir óðfluga í að hann nái fyrri styrk eftir þau erfiðu meiðsli sem hann hefur þurft að glíma við. Hvað gekk illa? Það vantaði þrjá leikmenn í lið Stjörnunnar. Armani Moore er ekki kominn með leikheimild og Júlíus Orri Ágústsson og Tómas Þórður Hilmarsson voru meiddir. Það flækti án efa verkefni Stjörnumanna sem stóðu á endanum Keflvíkingum að baki á öllum sviðum leiksins. Verst gekk Stjörnumönnum að hafa stjórn á skapi sínu eins og hinar mörgu tæknivillur og brottvísanirnar þrjár, sem skullu á þeim, bera vitni um. Hvað gerist næst? Keflavík er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan leik og Stjarnan heldur áttunda sætinu. Næstu leikir liðanna fara fram 26. janúar næstkomandi. Þá fær Stjarnan ÍR í heimsókn í Umhyggjuhöllina. Keflvíkingar halda hins vegar til Grindavíkur og mæta heimamönnum. Hvort verkefnið er auðveldara verða lesendur sjálfir að dæma um. Hjalti: Mér fannst bara menn heldur betur stíga upp hérna Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ánægður eftir þennan stórsigur. Hann leit þó ekki á sigurinn sem sérstakt svar við tapinu gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins fyrir tæpum 10 dögum. „Svara og ekki svara fyrir bikarinn. Við ætluðum bara að koma og sýna ákveðin gæði. Mér fannst bara menn heldur betur stíga upp hérna. Það var mikil orka í öllu liðinu.“ Fyrir þennan leik hafði Keflavík, í þremur síðustu leikjum, unnið einn deildarleik tapað einum og beðið ósigur fyrir Stjörnunni í bikarkeppninni. Hjalti var þó ekki alveg sammála því að það væri merki um skort á stöðugleika í leik liðsins. „Við skulum hafa það á hreinu að erum búnir að tapa fjórum leikjum í allan vetur. Við erum alltaf að byggja ofan á það sem við gerum vel og læra af því sem við gerum illa.“ Hjalti vildi ekki mikið spá í hvort lið hans, sem er í öðru sæti í deildinni, ætlaði að stefna á deildarmeistaratitilinn. „Næsti leikur er mikilvægasti leikurinn og við ætlum að fara í næsta leik til að vinna hann. Við erum ekkert komnir svona langt. Við erum að bæta okkur sem lið og við þurfum að gefa meira í ef við ætlum að vinna einhverja titla og eiga einhvern séns. Við þurfum að gera betur, jafn vel betur en í dag. Það eru mörg góð lið í þessari deild og við þurfum bara að halda rétt á spöðunum.“ Að lokum hrósaði Hjalti David Okeke sérstaklega fyrir leik sinn en eins og fram kemur hér að ofan átti hann sinn besta leik á þessari leiktíð. Subway-deild karla Keflavík ÍF Stjarnan
Keflavík vann öruggan 28 stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 115-87. Keflavík tók forystuna strax í upphafi leiks og var með yfirhöndina allan fyrsta leikhluta en Stjarnan var aldrei langt undan. Staðan að honum loknum var 26-22 fyrir heimamenn. Í öðrum leikhluta fór að snúast heldur betur á ógæfuhliðina fyrir Stjörnumenn. Skotnýtingin fór niður á við. Þeir töpuðu boltanum oftar og gáfu eftir undir körfunni. Í fyrsta leikhluta tók Stjarnan samtals fjórtán fráköst en aðeins sex í öðrum leikhluta. Keflvíkingar hittu að sama skapi enn betur í öðrum leikhluta og spiluðu enn stífari vörn á Stjörnumenn. Það skilaði þeim árangri að heimamenn leiddu í hálfleik með 21 stiga mun, 56-35. Hjá Keflvíkingum skinu Eric Ayala, með sextán stig, og David Okeke, með ellefu stig og sjö fráköst, skærast í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnumönnum var William Gutenius sá eini sá sem náði að skora tíu stig eða meira í hálfleiknum. Í seinni hálfleik fór í raun leikur Stjörnunnar algjörlega í skrúfuna. Þeir hittu ekki mikið verr en misstu boltann oftar en í fyrri hálfleik og Keflvíkingar skoruðu fleiri stig úr hraðaupphlaupum. Mótlætið fór í skapið á Stjörnumönnum og fengu þeir á endanum þrjár brottvísanir og fjölmargar tæknivillur. Hlynur Bæringsson fékk á sig óíþróttamannslega villu í byrjun seinni hálfleiks en fékk tæknivillu í fyrri hálfleik og þurfti því að halda inn í klefa. Dagur Kár Jónsson fór sömu leið eftir að hafa fengið tæknivillu og svo strax í kjölfarið í raun aðra þegar hann neitaði að hlýða einum dómara leiksins sem vildi veita honum orð í eyra. Þegar þriðja tæknivillan var dæmd á varamannabekk Stjörnunnar þurfti Arnar Guðjónsson þjálfari einnig að víkja. Yngri leikmenn Stjörnunnar fengu því talsverða eldskírn í leiknum og fengu fleiri mínútur en oft áður. Þeir náðu halda leiknum þokkalega í horfinu og náðu Keflvíkingar að auka stigamuninn um sjö stig í seinni hálfleik. Lokatölur 115-87 fyrir Keflavík. Af hverju vann Keflavík? Heimamenn voru einfaldlega betri á öllum sviðum körfuboltans og beittari en gestirnir. Þeir hittu betur, voru sterkari undir körfunni og tóku fleiri fráköst. Keflavík nýtti sér það mjög vel þegar Stjarnan missti boltann og skoraði alls tuttugu og fjögur stig í slíkum tilfellum. Það er ansi drjúgt. Keflvíkingar spiluðu betri vörn og áttu auðveldara með að finna góð skot en Stjarnan. Skapið og sífelld mótmæli við dómara voru án efa ekki heldur að hjálpa liði Stjörnunnar. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Keflavík var Eric Ayala stigahæstur hjá Keflavík með tuttugu og sjö stig. David Okeke spilaði sinn besta leik í vetur. Hann skoraði tuttugu og fjögur stig, tók fjórtán fráköst og var með flesta framlagspunkta af leikmönnum liðsins. Ef fram heldur sem horfir stefnir óðfluga í að hann nái fyrri styrk eftir þau erfiðu meiðsli sem hann hefur þurft að glíma við. Hvað gekk illa? Það vantaði þrjá leikmenn í lið Stjörnunnar. Armani Moore er ekki kominn með leikheimild og Júlíus Orri Ágústsson og Tómas Þórður Hilmarsson voru meiddir. Það flækti án efa verkefni Stjörnumanna sem stóðu á endanum Keflvíkingum að baki á öllum sviðum leiksins. Verst gekk Stjörnumönnum að hafa stjórn á skapi sínu eins og hinar mörgu tæknivillur og brottvísanirnar þrjár, sem skullu á þeim, bera vitni um. Hvað gerist næst? Keflavík er í öðru sæti deildarinnar eftir þennan leik og Stjarnan heldur áttunda sætinu. Næstu leikir liðanna fara fram 26. janúar næstkomandi. Þá fær Stjarnan ÍR í heimsókn í Umhyggjuhöllina. Keflvíkingar halda hins vegar til Grindavíkur og mæta heimamönnum. Hvort verkefnið er auðveldara verða lesendur sjálfir að dæma um. Hjalti: Mér fannst bara menn heldur betur stíga upp hérna Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflvíkinga.Visir/ Diego Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, var skiljanlega ánægður eftir þennan stórsigur. Hann leit þó ekki á sigurinn sem sérstakt svar við tapinu gegn Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins fyrir tæpum 10 dögum. „Svara og ekki svara fyrir bikarinn. Við ætluðum bara að koma og sýna ákveðin gæði. Mér fannst bara menn heldur betur stíga upp hérna. Það var mikil orka í öllu liðinu.“ Fyrir þennan leik hafði Keflavík, í þremur síðustu leikjum, unnið einn deildarleik tapað einum og beðið ósigur fyrir Stjörnunni í bikarkeppninni. Hjalti var þó ekki alveg sammála því að það væri merki um skort á stöðugleika í leik liðsins. „Við skulum hafa það á hreinu að erum búnir að tapa fjórum leikjum í allan vetur. Við erum alltaf að byggja ofan á það sem við gerum vel og læra af því sem við gerum illa.“ Hjalti vildi ekki mikið spá í hvort lið hans, sem er í öðru sæti í deildinni, ætlaði að stefna á deildarmeistaratitilinn. „Næsti leikur er mikilvægasti leikurinn og við ætlum að fara í næsta leik til að vinna hann. Við erum ekkert komnir svona langt. Við erum að bæta okkur sem lið og við þurfum að gefa meira í ef við ætlum að vinna einhverja titla og eiga einhvern séns. Við þurfum að gera betur, jafn vel betur en í dag. Það eru mörg góð lið í þessari deild og við þurfum bara að halda rétt á spöðunum.“ Að lokum hrósaði Hjalti David Okeke sérstaklega fyrir leik sinn en eins og fram kemur hér að ofan átti hann sinn besta leik á þessari leiktíð.
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum