Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2023 15:56 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, heimsótti Mont-de-Marsan herstöðina í suðvesturhluta Frakklands í dag. Þar hélt hann ræðu þar sem hann opinberaði áætlun sína um mikla aukningu í fjárútlátum til varnarmála. AP/Bob Edme Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar. Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn. Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Lauslega reiknað samsvara 413 milljarðar evra um 64 billjónum króna. Forsetinn segir að með aukningunni vilji hann tryggja frelsi, öryggi og velmegun Frakka og í senn tryggja sess Frakklands á heimssviðinu. Fara á í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu til að tryggja að Frakkar gætu staðið í hefðbundnu stríði og sagði Macron að undanfarna áratugi hefði ekki verið fjárfest nóg í herafla Frakklands. „Frakkland hefur og mun eiga heri tilbúna til að takast á við áskoranir aldarinnar,“ hefur France24 eftir Macron úr ræðu sem hann hélt í dag. "This is the price of our children's security, of a long history of glory and freedom, the next chapters of which we must write," says #Macron about the increased budget for the armed forces pic.twitter.com/WZgkShcsfu— FRANCE 24 English (@France24_en) January 20, 2023 Macron vísaði meðal annars í innrás Rússa í Úkraínu og sagði Frakkland þurfa að vera tilbúið fyrir margskonar ógnanir. Þar nefndi hann meðal annars óhefðbundinn stríðsrekstur, tölvuárásir á mikilvæga innviði og áframhaldandi ógn frá hryðjuverkahópum. Vill nútímavæða kjarnorkuvopn Forsetinn kallaði einnig eftir nútímavæðingu á kjarnorkuvopnum Frakklands og sagði að hernaðarstefna Frakklands ætti að styrkja stöðu ríkisins sem sjálfstætt stórveldi. Frakkland er eina kjarnorkuveldi Evrópusambandsins, eftir úrgöngu Bretlands úr sambandinu. AP fréttaveitan segir að meðal annars eigi einnig að auka fjárútlát til leyniþjónusta Frakklands um 60 prósent, tvöfalda fjölda hermanna í varaliði Frakklands, styrkja tölvuvarnir og þróa ný fjarstýrð vopn. Macron vill einnig betrumbæta kafbátaflota Frakklands og tryggja að hann dugi til að vernda neðansjávarkapla á miklu dýpi. Talaði ekki um skriðdreka til Úkraínu Forsetinn ræddi stríðið í Úkraínu ekki með beinum hætti og sagði ekkert um beiðni Úkraínumanna um Leclerc skriðdreka. Frakkar hafa samkvæmt yfirvöldum þar sent Úkraínumönnum 18 Ceasar stórskotaliðsvopn, sex TRF1 fallbyssur, tvo Crotale loftvarnarkerfi, eldflaugar, skotfæri, brynvarin farartæki til hermannaflutninga, matvæli, lyf og læknabúnað, og ýmislegt annað. Sjá einnig: Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu Þá tilkynntu Frakkar nýverið að brynvarin farartæki sem kallast AMX-10 yrðu send til Úkraínumanna. Það eru farartæki á hjólum sem bera stórar byssur eins og skriðdrekar. Þau eru hönnuð til skyndiárása og eftirlits. Frakkar vinna einnig að því að þjálfa minnst tvö þúsund úkraínska hermenn.
Frakkland Hernaður NATO Úkraína Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira