Skýrsla Henrys: Séra Palicka sá um útför íslenska liðsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. janúar 2023 23:01 Það var ekki nóg að rífa treyjur sænska liðsins í kvöld. vísir/vilhelm Draumur íslenska liðsins á HM varð að martröð í kvöld. Tap gegn Svíum og ballinu í raun lokið í Svíþjóð. Það eru gríðarleg vonbrigði. Svíagrýlan er víst ekki alveg dauð eftir allt saman. Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira
Slæm tíðindi bárust rétt fyrir leik að Aron Pálmarsson gæti ekki spilað vegna meiðsla. Ómar Ingi Magnússon byrjaði en kom svo ekki aftur við sögu vegna meiðsla. Þung högg. Þrátt fyrir það spilaði liðið nokkuð vel. Kom sér nánast alltaf í færi og leiddi um tíma í fyrri hálfleik. Þá héldu flestir að það væri eitthvað stórkostlegt að gerast. Því miður voru þær væntingar byggðar á sandi eins og alþjóð veit. Það er ekki nóg að skapa færi. Það þarf að nýta þau líka. Það gekk illa. Það er orðið langt síðan sænskur markvörður lék liðið grátt en sá gamli draugur lét á sér kræla í dag. Andreas Palicka var algjörlega stórkostlegur. Með fáranlega varða bolta. Algjörlega óþolandi að sjá sænskan markvörð jarða okkur á nýjan leik. Strákarnir skildu allt eftir á gólfinu en þegar upp var staðið var það einfaldlega ekki nóg. Þeir skutu sig fast í fótinn með því að klúðra öllum þessum dauðafærum. Þegar miðjuskot klikkaði hjá Elliða vissi þjóðin að þetta yrði ekki okkar kvöld. Gísli Þorgeir bar liðið á herðum sér allan leikinn. Lygileg frammistaða hjá þessum einstaka leikmanni. Bjarki Már Elísson var síðan sá eini sem virtist kunna leiðina fram hjá Palicka. Donni átti flotta innkomu og hefði mátt spila meira. Aðrar skyttur voru á köflum allt of ragar og komu með lítið að borðinu. Þetta mót tapaðist ekki í Scandinavium í kvöld. Það var átján mínútna martröðin í Kristianstad Arena gegn Ungverjum sem verður liðinu að falli. Þar féll Guðmundur á prófinu með því að grípa ekki í taumana þegar bálið logaði. Hann kom á mótið með leikáætlun sem átti að skila liðinu áfram. Hún gekk ekki upp og hann verður að axla ábyrgð á því.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Sjá meira